Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 26
24
BÚNAÐARRIT
liggja undir skemmdum. Á jöðrum stækkandi eyði-
marka eða þar sem land er nýrisið undan vatni, verð-
ur uppblástur ekki umflúinn, jafnvel þótt hinn upp-
haflegi gróður sé enn ósnortinn. (14). En með nú-
tímatækni er samt sem áður unnt á mörgum þess
ltonar stöðum að koma upp gróðri, sem er í senn
arðmeiri og hcfur betri viðnámsþrótt gegn upp-
blæstri.
Óstjórnlegir brunar — svo sem miklir sinu- og
og skógareldar —, ol'beit fjár og alhögg skóga, og
plæging brattlendis, þar sem er blásturs- og runahætt,
geta flýtt mjög fyrir allsherjar landauðn.1) Slíkar
aðgerðir hafa orðið mjög afdrifaríkar víða, þótt svo
sé ekki al!s staðar, sem betur fer. En þetta er alvar-
legt vandamál í sumum héruðum margra landa, og er
komið undir veðurfari, jarðvegi og búnaðarháttum.
Yfirleitt er uppblástur eitt af sjúkdómseinkennum
rótgróinnar rangsleitni manna í samskiptum sínum
við moldina og óheppilegra búnaðarhátta. Sjaldnast
er kleift að koma á virku eftirliti með einföldum og
beinum aðgerðum, heldur verða menn að skyggnast
á bak við einkennin til þess að l'inna orsökina sjálfa
— veikburða gróður og þverrandi vaxtarmagn í mold-
inni. Þessar misfellur geta iðulega átt rót sín að rekja
til öngþveitis í fjármálum, óheppilegrar ábúðarlög-
gjafar, illra leigumála, of mikils þéttbýlis, fátæktar,
sjúkdóma og styrjalda. Þvílík óáran getur beygt svo
einstakar bændafjölskyldur, byggðarlög, og jafnvel
heil lönd, að landbúnaðurinn verði fyrirhyggjulaust
og vonlaust hokur, þar sem hver dagur cr látinn nægja
sinni þjáningu.
Uppblástur lands og brottruni verður ekki slitinn
1) Gróðurfirring licfur cinnig aðra ókosti. Ein sú aðferð,
sem veldur hvað mestuin moidarspjölluin í heitum lönduin,
er hruni stórgresis cða kjarrs á eins eða tveggja ára fresti,
■þótt ekki sé þar yfirleitt blásturshætt.