Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 28
26
BÚNAÐARRIT
ekki að taka upp nýja og betri háttu um ræktun
og landvörzlu, né læra tækni eða beita henni, og geta
það heldur ekki, nema menntun þeirra og heilsa hvíli
á traustum grunni góðrar fjárhagsafkomu.
Takmarkið um verndun og viðhald jarðvegsins er
forsenda þess að hinu markinu um aukna uppskeru
verði náð. Vér þurfum að kunna þess fulla grein,
hvaða meðferð og hverjir búskaparhættir hæfi bezt
liverri tegund lands um sig, og velja síðan úr öllu
sainan þá ræktunaraðferð og það búskaparlag, sem
örugglegast veitir varanlegnn afrakstur, og er þá i
senn hagsælast fyrir þá ræktunareiningu, sem um
er að tefla — bújörð, skóg, nautbú og sauða, garð
eða aldinrein.
Verndun lands og afnrðir. Jörð er mjög misjöfn
frá náttúrunnar hendi. Hins vegar er ekki glöggt sam-
band á milli hinnar upphaflegu frjósemi landsins og
afraksturs þess fyrir þjóðfélagið. Öllu ónumdu landi
eru nokkur takmörk sett um uppskerumöguleika,
en vísindi nútimans eru sífellt að þoka þessum mörk-
um utar, að því er kemur til bættra afurða og aukins
ábata. Allt tal um „náttúrlegt jafnvægi“ er út í hött.
Það sem vér erum að leita að er „menningarlegt
jafnvægi“ — skynsamlegt samliand á milli jarðar-
innar og fólksins, sem hana byggir og beitir allri
snilli þjóðfélags- og náttúruvísinda og verkfræði.
Eftir því sem nútímavísindum óx fiskur um hrygg,
jókst einnig stórum framtakssemi og dugnaður við
söfnun matvæla, og enn flcygir oss fram í því efni
með vaxandi hraða. í nútímaþjóðfélagi eru sum þau
lönd nú frjósömust með tilliti til umsýslu og ábata,
sem voru að öllu rýrust, er þau voru fyrst brotin.
Um slíkt land má segja að mestu veldur, hversu á
er haldið. Að hinu leytinu eru svo þau lönd, sem
voru allra landa frjósömust þegar ræktun var liafin,