Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 30
28
BÚNAÐARRIT
cingöngu að hreppa skjótfenginn arð, ellegar land-
verndar sjónarmið aðeins, getur fjarlægt oss því
marki að ná varanlegum afrakstri. Yfirleitt er t. d.
smári eða smárablandið gras til bóta fyrir jarðveg-
inn. Og ekki er vafi á að megnið af ræktanlegu landi
jarðarinnar ætti að vera vaxið þess konar gróðri
öðru hvoru. Fæst lönd þola sífellda plæginu og sáð-
jurtir ár eftir ár án þess jarðvegsgæðin láti á sjá.
En þó er erfitt að halda þessu fram sem allsherjar
sannindum. Til er mold, þótt þess háttar afbrigði séu
fágæt, sem virðist þola árlega plægingu og sömu
plöntur ár eftir ár.1)
Ræktun á hverri jörð um sig og notkun liverrar
jarðvegstegundar þar, verður að miða við landslag
og aðrar jarðvegstegundir i landi hennar. Séu í landi
jarðar frjósamar spildur, sem hvorki er fok- né flóða-
hætt, og heppilegar að öðru leyti fyrir kornrækt, er
einsætt að bóndinn freistast síður til að plægja hól-
ana, en gelur notað þá fyrir slægjur og beit. Á ann-
arri jörð, þar sem landið er allt leitótt, verður vita-
skuld að beita ýtrustu varkárni við ræktun maíss og
fóðurkorns yfirleitt.
Mold, sem er góð fyrir sáðjurtir, er oft eins og
nokkurs konar flókið mynstur í jarðvegi, sem annars
er óhentugur cða ófallinn til þess háttar nylja. Bænd-
ur á jörðum, þar sem svo hagar til, geta bætt liag sinn
og afkomumöguleika með því að rækta á hinum hlást-
urshættu hólum jurtir, sem eru í senn frjósamar og
1) Annars eru sáðskipti og blönduð rældun ákaflega flókið
viðfangsefni. Hið ákjósanlegasta í þeim sökum verður að mið-
ast við gerð og gæði moldarinnar, loftslag, skipun landbún-
aðarmála, og hverjar afurðir mest ríður á að rækta. Yfirleitt
má segja að forðast beri einhæfa ræktun, sérstaklega í liita-
beltinu (11); en ])ó er til mold þar, sem í licfur vcrið rækt-
aður sykurreyr án afláts árum saman án nokkurra skaðlegra
afleiðinga, og jafnvel við vaxandi afrakstur.