Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 34
32
BÚNAÐARRIT
aö koma á hjá sér og halda ujjpi þeim búnaðarhátt-
um, sem eru vel fallnir til að auka afurðamagnið.
En svo stendur á víða að þær sáðjurtir, sem gefa arð-
mesta uppskeru í ár, eru vísar til að skilja svo við
moldina að hún verði miður eða jafnvel Iítt frjósöm
að ári. Geti bændur hins vegar skipulagt athafnir
sínar ein tíu, fimmtán ár í senn, verða árekstrar færri
á milli þeirrar viðleitni, sem miðar að aukinni fram-
leiðslu, og hinnar, sem fjallar um verndun og við-
hald landkosta. En þar sem illar aðstæður hrekja
menn út í hasl og slembilukku, eiga þeir sí örðugra
með að rétta sig úr luitnum og liefja þær aðgerðir,
sem tryggja þeim varanlegan afrakstur og hetri af-
komu. Al' þeim atriðum, sem mestu mundu orka í
því efni, nægir að nefna þessi þrjú: örugga ábúð,
stöðugt verðlag, og sæmileg lánskjör.
Leiguábúð þarf ekki endilega að vera slæm, hvorki
fyrir jarðirnar né ábúendur þeirra. í Vestur-Evrópu
hefur ágætur húskapur verið rekinn á lcigujörðum um
langan aldur. Hift veldur meiru um, hvernig ábúðar-
löggjöfin er og leigumálar yfirleitt. Þar sem leigur
og landskuldir eru svo háar að mikið af aflafé hónd-
ans sogast út úr búinu upp í þau-, hlýtur slíkt að
valda kyrrstöðu í búskapnum og fátækt, nema land-
kostir séu óvenjulega miklir. Og er meira að segja
hætt við að of lílið verði aflögu til áhurðar- og véla-
kaupa og annarra þarfa, sem eiga að tryggja varan-
legan afrakstur húsins.
Góðir leiguskilmálar eru því ákaflega áríðandi.
Hætt er við að bóndinn ráðist síður í kostnaðarsamar
jarðabætur og húsa, sáðskipti, áburðartilraunir,
vandaða skepnuhirðingu eða kynbætur, ef sífelld
(ivissa ríkir um ábúð hans og jarðnæði. I þeim lönd-
um þar sem leiguáhúð hefur gefizt vel, hafa land-
skuldir og Ieigur verið lágar og löggjöf hefur verið
setl til öryggis því að leiguliðar fái endurgreiddar