Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 48
46
BÚNAÐARRIT
hyglisverðum undantekningum. Þetta stafar að
nokkru af því, hve skipulag þessara mála er bágborið,
einkum að því er við kemur visindalegum rannsóltn-
um, og svo eins af hinu að jarðvegur og vaxtarskil-
yrði í þessum Iöndum eru svo gerólik því, sem er í
tempruðu beltunum. Jarðvegur hitabeltislandanna er
þannig, að þar verður ekki beilt nema að mjög lillu
leyti þeim ávinnsluaðferðum, sem tíðkast annars
staðar. Þess vegna skortir þar fyrst og fremst til-
raunastöðvar.
Samt sem áður er fyllsta ástæða til að ætla að vís-
indalegur búskapur eigi milda framtíð fyrir sér í hita-
beltinu. Að vísu eru þar ýmsir annmarkar á, en kostir
hilabeltislandanna eru líka margir. Og ég er þeirrar
trúar að vísindin muni hafa þar enn meiri áhrif en
þau hafa haft í tempruðu béltunum. Það er að segja,
að þar muni skipta jafnvel enn þá meira máli, hvort
vel er búið eða illa.1)
Nauðsyn undirstöðurannsókna á hinum nýju svæðum.
Þörfin er mjög brýn á leiðbeiningastarfi í landbún-
aði hitabeltisins, lil þess að bændur taki upp hentugri
og betri búnaðarhætti. En mcnn mega ekki búast við,
eins og nú háttar, að ráðunautarnir geti yfirleitt sagt
bændum fyrir um aðgerðir og uppskeru svo vel fari.
Þeir kunna að geta gert svo í fáum efnum, cn í flestum
greinum alls ekki. Rannsóknarstarfið verður að vera
1) Varðandi þrjár ráðstefnur, sem nýlega voru lialdnar um
jarðveg hitabeltislandanna, má benda á cftirfarandi rit:
Comptcs rendus de la semaine de Yangambi, 1. bindi 552 bls.
og 2. bindi, bls. 557—952; Institut National Pour l’Etude Agro-
nomique du Congo Belgc, Bruxellcs 1947. Comptes rendas de la
Conférence Africaine des Sols; Bul. Agricole du Belge, 40. bindi,
nr. 1, 1058 bls., 1949. Og enn fremur Proceedings of tlie Pirst
Commonwealih Conference on Tropicat and Súb-Tropical Soits,
Harpenden, England, Technical Communication No. 46 of tbc
Commonwalth Bureau of Soil Science, 285 bis., 1949.