Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 50
48
BÚNAÐARRIT
anna. I>að gagnar ekki að liafa iðnað, sem lætur sér
nægja að féfletta bændur og verkamenn. Iðnaðurinn
verður að vera, á sama hátt og landbúnaðurinn, einn
þáttur i skynsamlegri heildaráætlun, sem hefur það
hlutverk að nýta og virkja allar auðlindir saman og
i senn.
Breytt búskaparlag.
Öldum saman var búskapur rekinn með liltölulega
frumstæðum verkfærum og einföldum vinnubrögð-
um. Og jafnvel enn í dag fást menn við að vinna á
túnum og í görðum með klárum, hrífum, hlújárn-
um og plógum af sömu gerð og fyrir þúsund árum.
Það er ekki nema tvær aldir síðan sveitaheimili
Vestur-Evrópu og Bandaríkja Norður-Ameríku aust-
anverðra bjuggu að sínu í flestum greinum. Mestallt
sem þurfli til fæðis, skæðis og ldæðis var ræktað á
bænum og unnið heima ol'tast nær, hið sama mátti
segja um húsavið og annað byggingarefni. En þrátt
fyrir hinar heimþrárkenndu myndir af þessu fá-
brotna lífi, má ekki gleyina öllum þrældómnum
myrkranna á milli, hnýttum og bækluðum gamal-
mennum, sífelldri sjúkdómshættu, og ótta þeim sem
stafaði af lijátrú og hindurvitnum og „duttlungum“
náttúrunnar.
Eftir að iðnaður komst á fót í borgum, færðist verzl-
un í aukana. En þegar sérhæfing og verkaskipting
landbúnaðar hófst, tók hann brátt á sig meira og meira
viðskiptasnið. Bændur fóru að veita gleggri athygli
jarðarverði, vaxtakjörum, sköttum og verðlagi. Lágt
afurðaverð gat komið sér illa fyrir þann bónda, sem
bjó mest að sínu, en |>að getur hrakið nútímabónda
á vonarvöl. Hann verður að eiga reiðufé fyrir skött-
um, vöxtum, skordýraeitri, vélakosti, og fjölda ann-
arra hluta, sem forfeður hans kunnu ekki einu sinni
að nefna. Afurðir núlímaiðnaðar eru eins ómissandi