Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 53
B Ú N A Ð A R R I T
51
betri en óhollustubæli borganna, — staði, sem enn
skortir iðnað og fjárhagsleg úrræði til þess að koma
á fót góðum skólum, leggja vegi, reisa sjúkrahús, og
setja á stofn leikhús, listafélög og góðar sölubúðir.
Nútímavísindi miða að því hröðum skrefum að út-
rýma því ústandi, að menn eigi ekki völ á öðru en fara
á mölina eða hokra áfram í örreitissveitum. Hvort-
fveggja verður að hverfa. Eftir að rafmagn, sími, út-
varp, nýtizku vegir, járnbrautir og flugvélar komu
til sögunnar er orðið óþarft að kasa fólk í borgum svo
að það skili bærilegum afköstum í iðnaðinum. Nú ú
dögum getur menningar- og verzlunarmiðstöð sinnt
margfalt stærra svæði en unnt var fyrir einum 50 ár-
um. Með því að dreifa iðnaðinum og víkka verzlunar-
svæðin er hægt að losna við eymdarhverfin bæði í
borgum og sveitum. Sveitafólk getur búið svo þétt að
það hafi öll skilyrði til þess að njóta þæginda og
skemmtana nútímans.
Ráðstafanir, sem hníga i þessa átt, eru jafn þýð-
ingarmiklar fyrir mátvælaframleiðslu heimsins cins
og hinar, sem vita beint að bættri jarðvegsmeðferð.
Góð vinnubrögð um afrakstur og landgræðslu verða
ekki iðkuð svo nokkuð dugi, nema sveitafólk sé vel
menntað, víðsýnt og vakandi, og hafi góða vinnu við
skynsamleg störl'.
Verzlunarmálin.
í nýjum löndum og þeim, sem skainmt eru komin
áleiðis, verður vandinn einkum sá, hversu útvega
skuli öll þau efni og tæki, sein dugandi búskapur
þarfnast. Auðvitað með því að kaupa það, segja menn.
En hvar á að verzla? Þetla er tiltölulega auðvelt innan
sama lands eða sama tóllasambands (nema að því er
varðar þær óþörfu og óbeinu hömlur, sem fclast í
skattalögum, sóttvarnalögum og heilbrigðisreglugerð-
uin). En verzlunarviðskipti á milli landbúnaðarlands