Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 56
54
BÚNAÐARRIT
IV. Samnýting náttúruauðlindanna.
Því meir sem niitímavísindi og tækni eru notuð
tii þess að auka afköst framleiðslunnar, því við-
kvæmara verður jafnvægið og sambandið á milli ein- j
stakra auðlinda þjóðfélagsins. Jafnvel í þeim löndum,
þar sem iðnaður er mjög vel þroskaður, hefur borið
á alvarlegum ágreiningi á milli verndunarsjónarmiða
og samnýtingar auðlindanna.1)
Á undanförnum árum hefur þjóðfélagið komið sér
upp alls konar stofnunum lil rannsókna og leiðbein-
inga og hrundið af stokkunum framkvæmdaáætlun-
um á hinum ýmsu sviðum auðlindanýtingar. Nokkrar
þessara stofnana eru í einstaklingseigu, en aðrar eru
opinberar og studdar af rikisvaldinu. Flestar þeirra
fást aðeins við þröngt markað svið af heildarviðfangs-
efninu, svo sem skógrækt, vatnamál, jarðfræði eða
jarðyrkju; en Jandbúnaðarmálin eru svo venjulega
klofin niður í jarðvegsmál, akuryrkju, garðrækt, lm-
fjárrækt, o. s. frv. En eftir fyrri heimsstyrjöld var
víða hafizt handa um sérstakar áætlanir varðandi
landgræðslu, flóðvarnir, raforkuframkvæmdir og
áveitur. Margar af þessum áætlunum hafa komið að
ágætu gagni, en aðrar hafa farið út um þúfur að
meira eða minna leyli. Rannsóknir á þessum mistök-
um hafa leitt í Ijós oftast nær, að markinu verður
ekki náð á einu sviði nema tilsvarandi árangur náist
jafnframt í öðrum efnum samtímis. T. d. þarfnast
bæði bændur og iðnaður raforku. Matvæli þau og hrá-
efni, sem mikilvirk bændastótt framlciðir, eru undir-
staða og aflgjafi þroskamikils iðnaðar, en bændur
skortir iðnaðarvöruna. Vel heppnaðúr iðnaður hvílir
1) Af hundru'ðuni dæma nægir að nefna, varðandi Banda-
rfkin sunnanverð, TVA, Democracy on thc March, eftir David
E. Lilienthal (21), og C.hrist Stopped at Eholi, eftir Carlos Levi,
varðandi Suður-Ítalíu. »