Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 62
60
BÚNAÐARRIT
á réttri samstillingu auðlindanna, málmgjafa, vatns-
afls, l>rennsluefna og matvœla. Beizlun hinna miklu
fljóta útheimtir að reist séu risavaxin oj)inber orku-
ver til rafmagnsframleiðslu handa bændum og iðju-
höldum. Gera verður ráðstafanir til þess að jafna
rennsli þessara fljóta þannig að vatnsmagn þeirra
verði sem óháðast árstíðum. Bændur á vatnasvæði
þeirra verða að fá verkfæri, vélakost og álmrð til þess
að fullnytja landið til mikillar framleiðslu, og þeir
verða að haga ræktun sinni þannig að uppistöður
spillist ekki af framburði moldar eða annarra jarð-
vegsefna.
í flestum löndum eru framkvæmdir af þessu tagi
taldar verkefni ríkisvaldsins. Venjulega er einungis á
þess færi að ráðast í slíkt. Samt sem áður hat’a þessar
framlcvæmdir meginþýðingu fyrir það samfélag, sem
hlut á að máli, livort heldur er land, fylki, fjórðungur,
sýsla, bæjarfélag eða hreppur, og bera stjórnendur
hvers einstaks og allra í sameiningu sinn hluta af
ábyrgðinni og eiga sínu sérstaka lilutverki að gegna.
Og loks eru margvísleg samtök önnur, auk hinna op-
inberu stjórnarvalda, svo sem verklýðsfélög, búnaðar-
félög og verzlunarfélög, sem eiga viðtækra hagsmuna
að gæta í sambandi við framkvæmd slikra áætlana og
skipulag. En lirslitagengi þeirra hlýtur þó jafnan að
hvíla á þeim hentugleikum og þeim hagnaði, er þær
veita því fólki, sem þeirra á að njóta.
Jafnvel þessi frásögn virðist flókin; en þó er sjálft
viðfangsefnið langtum flóknara. Hvernig er unnt að
auka notkun vísinda og tækni þannig að allt sé þaul-
skipulagt, en efla þó jafnframt aðstöðu til frelsis og
þroska einstaklingsins? Ef til vill er þetta ekki eina
vandamál vorra tíma, en vissulega er ekkert vandamál
þýðingarmeira. Efling tækninnar á verkfræðilegum
grundvelli einvörðungu, og án hliðsjónar af félags-