Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 66
64
BÚNAÐARRIT
kenndar stofnanir sambandsstjórnar, fylkis- eða hér-
aðs- í verkleguni efnum, sem þeir þættir lúta að lög-
um og ábyrgð bera á þeim.
Stjórnarskipunin er kjarni TVA. Vel má hugsa sér,
að stjórn þessarar stofnunar mætti skipa án þess að
allt fyrirtækið lyti ríkisvaldinu og væri háð fjármagni
þess. Og satt að segja á TVA að verulegu leyti gengi
sitt því að þakka, hversu mikið olnbogarúm stofnunin
hefur veitt einstaklingum og félögum þeirra til þess að
stunda búskap og reka iðnað. Á nýju og ónumdu
landsvæði yrði fjölmargt, sem aðrar opinberar stofn-
anir og þúsund einkafyrirtæki og einkastofnana ann-
ast nú í Tennessidalnum, annaðhvort að vera háð
framkvæmd ríkisstofnunar er sæi um samnýtingu
auð- og orkulinda, eða einkastofnana, sem væri þá
beinlínis komið á fót í því skyni. Það er að segja: TVA
annast ekki sjálf, eða þarf ekki sjálf að fást við,
hundruð verkefna, sem sinna verður og kalla að á >
svæði, þar sem allt er í hyrjun.
Námafélag Upp-Katanga hefur skilað athyglisverðu
starfi varðandi áætlanir um samnýtingu auðlinda i
belgísku Kongó (24). Þetta stórfyrirtæki starfar i
megindráttum samkvæmt fyrirmælum ríkisstjórnar
Belgíu og stjórnar belgísku Kongó, og fjármagn þess
er að nokkru frá stjórninni, en að öðru leyti frá ein-
stökum hluthöfum og lánveitendum.
Hér er ekki rúm til að rekja ýtarlega einstök atriði
varðandi stofnun eða starfrækslu slíkra stórfyrirtækja
sem TVA eða Námafélags Upp-Katanga, heldur verður
látið nægja að'leggja á liitt áherzlu, hversu nauðsyn-
leg þess konar samtök eru, til þess að ráða fram úr
hinum flóknustu viðfangsefnum, tæknilegum og fé-
lagslegum. Án stofnana og samtaka með svipuðu sniði
verður ekki unnt að hagnýta svæði, sem ella gætu liaft
hið mesta gildi, á þann hátt að til íullnustu nýtist
nátlúruauðlindir eða endist til varanlegs afralcsturs,
■