Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 71
BÚNAÐARRIT
69
Félagshættir og venjur.
Hinar sundurleitu jarðvegstegundir og allar þær
ólíku ræktunar- og ávinnsluaðferðir, sem beita þarf
til beztu nýtingar á þeim, valda margháttuðum mis-
mun og breytileik um allt búskaparlag og skipulags-
hætti alla í landbúnaði. Nefnd skulu tvö gerólik dæmi:
Sumar moldartegundir eru aðeins fallnar til fáskrúð-
ugrar ræktunar og skila tillölulega litilli uppskeru.
Svo hagar til um flest hinna hálfþurru graslanda, þar
sem ræktað er megnið af brauðltorni heimsins. Jarð-
irnar eru stórar og bæjarleiðir langar. Aðeins lítill
liluti af matvælum fjölskyldunnar er heimafenginn.
Á hinn hóginn eru margar moldartegundir í hinum
vætusömu hitabeltislöndum vel haganlegar til mjög
fjölbreyttrar matjurtaræktar og skila frábærri upp-
skeru. Þar geta býlin verið smá og staðið þétt, og meg-
inhlutinn af fæðu heimilisins er heimaræktaður. Það
liggur í augum uppi, að ekki er þörf á sams konar
lánsstofnunum, tryggingum, afurðasölukerfi eða
heilsugæzlu, o. s. frv., þar sem svo ólíkt er á statt.
Það sem fólk þarf að ráðast í og gera vegna jarðvegs-
ins, sem það býr við, og möguleika hans, orkar á fé-
laghætti þess og flestar hugmyndir.
Þessu mætti líka snúa við: Hugmyndir og félags-
venjur, sem tíðkazt hafa á hverjum stað, eða eru
fengnar að láni annars staðar að, hafa áhrif um það,
hversu menn yrkja þar jörðina og hagnýta á annan
hátt. Þetta er ein ástæðan til þess að svo margar land-
námsáætlanir hafa farið út um þúfur. Fólk flytur með
sér á hina nýju jörð hugmyndir, félagshætti og vinnu-
brögð, sem hæfa gerólíku landi. Ef menn hagvenjast
ekki fljótt, og laga vinnubrögð sín eftir aðstæðum, lend-
ii' allt í bágindum og basli, en land spillist oft um leið.
Ef satt skal segja er varla um að ræða i raun og
veru vel rekinn landbúnað nema á fáum stöðuin í