Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 84
82
BUNAÐARRIT
tefja fyrir því að ráðizt sé í frambúðarrannsóknir og
leiðbeiningarstörf.
Á hinum ýmsu stöðum jarðarinnar eru ólík hlut-
föll á milli fólksfjölda og framleiðslu, og lífskjör
manna eru misjöfn. Það er að segja, þjóðir heimsins
sækja ekki sameiginlega matarbirgðir sínar í sam-
ciginleg forðabúr. Ef til vill má minnka þennan mis-
mun á löndum að nokkru með bættum alþjóðvið-
skiptum, en ekki er viturlegt að treysta um of á það.
Yfirleitt má segja, að framfarir einstakra landa, eða
fleiri landa, sem eru hvort öðru mjög nákomin, muni
verða að reisa á bættum iðnaði og landbúnaði heima
fyrir. Reyna ber þó af alefli að bæta milliríkjaverzl-
unina. Viðskipti eru ómissandi. En menn ættu ekki
að búast við svo miklu af verzluninni, að vonbrigði
séu óhjákvæmileg.
Mikið og margt er fært að gera fólki til aðstoðar við
að nytja auðlindir sínar og efla eigin snilli. Samhliða
því verður að spara nokkuð af andvirði afurðanna til
aukinnar fjárfestingar í landbúnaði og iðnaði. Eitt-
hvað af því fjármagni kann að koma utanlands að,
en þó ber að treysta mest á það fé, sem safnast í land-
inu sjálfu, til fjárfestingar í þessu skyni. Þau lönd,
sem lengst cru komin í tæknikunnáttu og snilli, geta
veitt hinum, sem eru komin skemmra álciðis eða eru
að hefja starfið, mikilsverða aðstoð við að bæta af-
urðir sínar. Þess konar innflutning á tæknikunnáttu
verður að iniða við efnahagsástæður og möguleika
landsins, og sé haft fyllsta tillit til þess, hversu stóran
hluta af framleiðslunni má spara, og hversu mikils
af henni megi neyta; og þá einnig, hversu mikið af
þvi sem sparast skuli leggja í iðnað, og hversu mikið
i landbúnað. Til dæmis mun tiltölulega lítið framlag
í landbúnaðinum skila miklurn arði, þar sem svo hag-
ar lil að landkostir eru miklir en afurðir rýrar. En
annars staðar, þar sem landbúnaður er þcgar kominn