Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 89
B Ú N A Ð A R R I T
87
iðnað og landbúnað. Einkum á þetta við í hitabeltinu,
þar sem hagnýting ýmissa ávaxta og búfjárafurða er
mjög komin undir frystingu og kæligeymslum. Auð-
vitað er rafmagn til margra annarra hluta nytsamlegt
á bóndabæjum, í sveitaþorpum, og í borgum þeim,
sem vinna úr afurðum sveitanna. Þá hefur raforka
margvislegt óbeint gildi í hitabeltislöndum, að því er
tekur til betra heilsufars og bættra Iífskjara almenn-
ings. Og svo er fyrir að þakka, að mörg þau svæði i
Iiitabeltinu, sem bezt virðast fallin lil sveitahúskapar,
eru einnig vel sett að því er snertir virkjunarskilyrði
vatnsafls til raforkuvinnslu.1) Sum af þessum stór-
fjótum, eins og t. d. Kongóáin, eru svo erfið í virkjun
og verkfræðileg vandamál svo mörg, að undirbún-
ings- og byrjunarframkvæmdir yrðu allt of dýrar. En
á vatnasvæði Ivongófljótsins eru þverár, eins og ann-
ars staðar, og mætli hyrja á smærri virkjunum þar.
Yfirleitt er alltaf betra að ráðast fyrst í hinar smærri
framkvæmdir, og haga fjárfestingunni þannig að hún
komi að scm jöfnustum notum í landbúnaði og iðn-
aði, svo að jafnvægi skapist urn þróun þessara tveggja
atvinnuvega. Ella kann að verða skortur á fjármagni
til þeirra framkvæmda annarra, sem við þarf, og
skyldar cru, til þess að gera einstök risafyrirtæki að
jafnvægri, fjárhagslegri heild.
Sjúkdúmar og skordýr. Sjúkdómar og skordýr
höggva gífurleg skörð í hjarðir búfjár og gera hvar-
vetna mikinn usla í sambandi við flesta ræktun. Vís-
indamenn eru sífellt að leita nýrra ráða til þess að
reisa rönd við þessum plágum og draga úr skaðsemi
þeirra. Búinn hefur verið lil ýmis konar lögur til þess
að dreifa, og margvíslegt duft til að sáldra, sérstak-
lega fyrir garðmat. En við korntegundir og annan ak-
1) Virkjanleg raforka KongóArinnar er t. d. talin ncma allt
að 990 milljónum hcstafla. (24).