Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 105
BÚNAÐARRIT
103
yrðum verið hættulegir, jafnvel lífshættulegir. Ber
því ávallt að sýna fyllstu varúð undir slíkum kring-
umstæðum.
Sem betur fer eru hér á Islandi óþekktir margir
næinir húsdýrasjúkdómar, sem í öðrum löndum
valda mestu tjóni, og sem hættulegastir eru laldir
mönnum. Má þar til nefna sjúkdóma eins og hunda-
æði, bæði í hundum og öðrum dýrum, „Snívi“ í hest-
um, nautgripaberkla, smitandi fósturlát (Brucellosis)
o. m. fl. Það er athyglisvert í þessu samhandi, að eftir
því sem þekking manna á búfjársjúkdómum eykst,
virðist þcim búfjársjúkdómum fjölga, sem menn eru
taldir geta tekið.
Nú skal í stuttu máli getið nokkurra þeirra sjúk-
dóma, sem mesta þýðingu hafa í þessu tilliti, og þá
sérstaklega þeirra, sem alvarlegastar afleiðingar liafa
og einnig þeirra, sem helzt koma til greina hér á Is-
landi.
Hundar og kettir.
Samlíf manna við þessi dýr er oft mjög náið, þar
sem þau hafast einlægt við í hýbýlum manna. Skil-
yrði til smitunar frá þessum dýrum er því oft mjög
hagstæð. Sjúkdómar þeir, sem horizt geta frá hund-
um og köttum til manna eru hins vegar frekar fáir.
Sýking á sér því mun sjaldnar stað en annars mætti
ætla.
HundakláSi og kattakláði stafar af smáum maurum
(sarcoptes scabiei), er lifa á og í húð þessara dýra.
Þetta eru mjög smáir maurar (0.5—2 mm), lappa-
stuttir með sterk bittól. Á hundum og köttum veldur
niaur þessi útbrotum, sem fylgir mjög ákafur kláði.
Utbrotin byrja sem smáir rauðleitir hlettir á liöfði eða
skrokk, brátt koma fram smábólur cða blöðrur, og
loks taka að myndast krústur og skurfur, þar sem
bólurnar voru. Vegna liins ákafa kláða, sem maurun-