Búnaðarrit - 01.01.1951, Side 106
104
BÚNAÐARRIT
um fylgja, klóra dýrin sig oí't svo mikið, að eiginleg
sár myndast. Fólk, sem handleikur dýrin, sérstak-
lega ketti, getur smitazt, þar sem kláðamaurinn getur
orsakað kláða á mönnum, enda þótt sá kláði verði
ekki eins illkynjaður og þegar um hinn eiginlega
kláðamaur mannsins er að rœða.
Þegar fólk smitast af kláðainaur frá hundum og
köttum, er kvillinn oftast á höndum, handleggjum eða
hálsi. Oft eru það börn, sem smitast eftir leik við
þessi dýr. Kvillinn lýsir sér sem örlitlar rauðar hólur,
er liggja all þétt. Bóluútbrotum þessum fylgir við-
þolslaus kláði, sérstaklega á nóttunni. Fólk, sem tek-
ið hefur smit, getur svo borið smitið áfram til ann-
arra, en vanalega eru útbrot þessi ekki illkynjuð og
læknasl fljótlega við rétta meðferð.
Einstöku sinnurn getur komið l'yrir, að hundar
sinitast af fólki, sem hefur hinn eiginlega mannakláða
Eru slík dýr hinir hættulegustu smitberar fyrir það
fólk, er umgengst þau.
Kláði i hundum og köttum mun nú ekki algengur
hér á landi, en vegna þeirrar hættu, sein sjúkum dýr-
um er samfara, ber ávallt að forðast nána umgengni
við slíka sjúklinga, þar lil þeir hafa verið læknaðir.
Geitur er húðsjúkdómur, sem áður fyrr var all
útbreiddur hér á landi. Orsök þessa hörundskvilla
er sveppur (Achorion scönleinii), sem hefst við í húð
og hári. Geitum fylgja miklar hrúðmyndanir, eru
skorpurnar gulgráar að utan, en brennisteinsgular að
innan, flatar, kringlóttar með laut í miðju.
Kettir gela smitazt af mönnum, er hafa geitur og
síðan sinitað fólk á ný. En til eru líka sérstakir svepp-
ir, Trichophyton felinus, sem valda geitum í köttum.
Vanalega fá kettir geitur þessar, þegar þeir eru að
veiða mýs og rotlur, sem oft hafa geitur. Á köttum
sjást geitur vanalega á íramfótum og höfði, sem rauð-