Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 107
BÚNAÐARRIT
105
Ieitir, kringlóttir hárlausir blettir. Sináin saman
stækka þessir blettir, renna saman og á þeim mynd-
ast grágular krústur og skófir. Ivettir, sem þjást af
þessum kvilla, geta verið hætiulegir, því að dæmi
eru til þess, að fólk hafi smitazt af sveppum þessarar
tegundar. Geitur eru nú orðnar mjög sjaldgæfar hér
á landi, eftir því sem heilbrigðisskýrslur bera með sér.
Weils sýki (Leptospirosis). Hér er um að ræða mjög
alvarlegan sjúkdóm. Geta menn smitazt af þessum
sjúkdómi frá hundum og rottum. Orsök sjúkdóms
þessa er lítill gormlaga sýkill, Leptospira ieterohe-
morrhagiae. Sýkill jjessi finnsl mjög oft í rottum, sem
virðast bera smit án þess að sýna nein sjúkdómsein-
kenni. í hundum og loðdýrum, sem og mannfólki,
veldur sýkill þessi aftur á móti oft á tíðuin mjög al-
varlegum sjúkdómi, er getur dregið sjúklinginn til
dauða.
Rottur eru hættulegir smitberar, því að þær gela,
aðallega með þvaginu, sem oft er morandi af sýklum,
sóttmengað vatn, fóður og matvæli, og þannig sýkt
hunda, loðdýr og jafnvel menn. Menn, sem handleika
sýkta hunda og loðdýr, eiga einkum á hættu að smit-
ast. Erlcndis er smitun á þennan hátt ekki óalgeng,
en hér á landi mun ckki vitað til þess, að fólk hafi
veikzt af þessum sjúkdómi, enda þótt sýklarnir
(leptospira) haí'i fundizt hér bajði í rottum og mink-
um. Athuganir um, hvort sjúkdómur þessi l'innist i
hundastofni landsins, eru enn skammt á veg komnar,
en eigi er ólíklegt, að einhver brögð kunni að vera af
slíkum sýkingum.
Helztu cinkenni þessa sjúkdóms í hundum og Ioð-
dýrum eru þessi: Sjúklingurinn fær hita, missir lyst
og er daufur og sinnulítill, slimhimnur munns og
hvarma eru oft gulleitar. Ofl fylgja veikinni uppköst
og síðar skita. Hitinn lækkar fljótlega og er eftir 1—ö
daga orðinn lægri en eðlilegt er, milcill þorsti*er áber-