Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 108
106
BÚNAÐARRIT
andi. Stundum sjást krampar, og oft dregur Weils
sýki sjúklinginn til dauða á 8—10 dögum.
Eins og áður er getið, smitast fólk oft af þessum
sjúkdómi og má eigi ósjaldan rekja sýkinguna til
veikra hunda, þó að rottur séu sennilega aðalupp-
spretta smitsins. ’>
Þegar menn veikjast af sjúkdómi þessum, eru helztu
einkenni þau, að eftir 6—12 daga meðgöngulíma byrj-
ar veikin snögglega, sjúklingarnir fá töluverðan hita,
beinverki, roði í augnahimnum, eggjalivítucfni finn-
ast í þvagi. Eftir 2—3 daga fer oft að bera á gulu, en
þó ekki alltaf, og stundum sjást blæðingar á slím-
himnum og húð.
Dánartala úr þessum sjúkdómi er allt að 50%,
batinn oft hægfara og langvinnur. Þó skal þess getið,
að með hinum nýju læknislyfjum, penicillini og aureo-
mycin hefur aðstaða til lækninga á þessum sjúkdómi
batnað verulega, sé hann greindur rétt í tíma. *
Menn smitast mcst af því að handleika hunda og loð-
dýr, cn í þvagi þessara dýra finnast sýklar oft löngu
eftir að dýrin eru hætt að sýna sjúkdómseinkenni.
Þá eru og rottur hættulegar í þessu sambandi. Lik-
legt má telja samkvæmt rannsóknum, sem gerðar hafa
verið, að um 10% af roltum í Reykjavík, séu sýktar
af þessum sýlclum og sennilega langl'lestar þeirra smit-
berar. Menn smitast á þann hátt, að sóttmengað
drykkjar- eða þvottavatn kemst á slímhúð eða sár,
eða af mat, sem saurgast hefur af rottum. Hættan er
því mest fyrir það fólk, er vinnur við óhreinleg störf,
t. d. sorphreinsun, hreinsun og viðgerð á skolpleiðsl-
um o. þ. h. Sjúkdómur þessi mun þó ekki hafa verið
greindur í mönnum hér á landi svo vitað sé.
Iðraormar: Alkunnugt er, að áður fyrr eða fram yfir
síðuslu aldamót, var sullaveiki mjög algengt hér á
landi. Var útbreiðsla hennar mjög geigvænleg.
Prófessor Niels Dungal, sem rannsakað hefur þessa ,
■