Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 109
BÚNAÐARRIT
107
veiki allýtarlcga, komst að þeirri niðurstöðu, að jafn-
vel þriðji hver maður hér á landi hat'i þjáðst af sjúk-
dómi þessum um síðustu aldamót. Krufningsskýrslur
síðustu tuttugu ára bera hins vegar með sér, að sullir
finnast eingöngu í eldra l’ólki, en nær aldrei í ungu
fólki. Allt bendir því til þess, að sullaveikin sé óð-
um að hverfa hér á landi.
í görnum hunda lifa fleiri tegundir bandorma, sem
bæði mönnum og dýrum getur stafað hætta af. Sá
minnsti þessara orma Tænia eccinococcus er þó lang-
liættulegastur mönnum. Bandormur þessi er aðeins
0.2—0.5 cm á lengd og liðir hans ekki nema 3—4 að
tölu. Vegna þess, hve ormur þessi er lítill, ber ekki
mikið á honum í görnum, eru þar miklu meira áber-
andi ýmsar aðrar stærri bandormategundir 0.5—4
m á lengd, sem ekki eru eins hættulegir eða með
öllu hættulausir fyrir menn.
Með saur liundsins berast egg bandormsins nijög
víða. Eigi eggið að ná að þroskast, verður l>að að lenda
ofan í menn eða skepnur. Þó að hundur éti egg úr
bandormi liunds, sakar það hann ekki, þeir fá hvorki
handormavciki né sullaveiki. Það dýr eða sá maður,
sem étur eggið, fær ekki bandormaveiki, lieldur sulla-
veiki. Þegar eggið lcemst niður í meltingarfærin, skrið-
ur úr þvi smáungi. Ungi þessi smýgur út gegnum
þarmana og út í kroppinn og sezt oftast að á ákveðn-
Um stöðum, en getur þó tekið sér bólfestu hingað og
þangað um likamann. Oflast finnst sullurinn (eccino-
coccus granulosus) i lifrinni. Þar stækkar hann fljótt,
höfuðið líkist höfðinu á bandorminum, sem finnst í
görnunum, en altari hluti ungans þenst út og verður
að blöðru, fullri af vatni. Blaðran er nefnd ,,sullliús“
en allt er einu nafni nefnt „sullur“. Oft verða sullir þess-
ir mjög stórir og valda óþægindum, jafnvel dauða. Þeg-
ar hundar éta sullina, t. d. á blóðvelli á haustin, þroskast
sullurinn í meltingarfærum hundsins í nýjan band-