Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 110
108
BÚNAÐARRIT
orm, er sýgur sig fastan í slimhimnu garnanna, og
hringrásin liefst á nýjan leik.
Meðan þessi hringrás, sem nauðsynleg er fyrir
þroska og útbreiðslu bandormsins, var ókunn, var ekki
óeðlilegt, að sullaveikin næði mikilli útbreiðslu hér á
landi. Samlíf manna og hunda var svo náið, húsakynni
léleg og fátækt mikil og hreinlæti viða takmarkaö.
Hin inikla og öra rénun á útbreiðslu sullaveiki liér
á landi, er sennilega einsdæmi, enda nú á það bent,
sem fyrirmynd, því enn er sullaveiki eigi óalgeng í
allmörgum lönduin.
Án efa liggja hér til grundvallar margar samverk-
andi orsakir. í fyrsta lagi fer slátrun nú yfirleitt frarn
í Iokuðum sláturhúsum, þar sem sullir og sollin líf-
færi eru hirt og brennd. Sauðahald er að mestu horf-
ið, en lambaslátrun hefur aukizt að sarna slcapi. Þegar
lömbum er slátrað 5—6 mánaða gömlum, eru mögu-
leikar til sullmyndunar hverfandi. Þá hafa reglulegar
inngjafir ormalyl'ja, sem fyrirskipaðar eru á öllum
hundum, án efa haft inikil áhrif í þá átt að útrýma
sullaveikinni. Bætt húsakynni, aukið hreinlæti og eigi
hvað sízt sá ótti, við nána sambúð við hunda, sem
hina síðari áratugi hefur verið innrættur íslcnzkum
börnum sem Iiður í uppeldi þeirra, eru þó sennilega
veigamestu atriðin i liinni öru útrýmingu þessa sjúk-
dóms.
Með þeim aðgerðum, sem beitt hefur verið gegn
sullaveikinni, hafa samtímis horfið að mestu ýmsir
aðrir bandonnar, er finnast í görnum hundanna. Má
þar til nefna Tænia coenurus, sullur þessa bandorms
veldur höfuðsólt í sauðfé. Tænia marginata, sullur
hans finnst í netju sauðfjár og fleiri dýrategunda. Að
vísu eru bandormar þessir ekki alveg horfnir hér á
landi, því að í vissum héruðum að minnsta kosti sést
enn töluvert af netjusullum aðallega, þó lítið sé það
hjá því sem áður var.