Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 112
110
B Ú N A Ð A R RIT
færum. Ekki er vitað til þess, að bandonnar þessir
hafi í'undizt hér á landi.
Víða hér á iandi, einkum nálægt sjó, er bandormur
í lömbum, mjólkurmaðkur (monezia expansa) al-
gengur. Bandormur þessi er með öllu hættulaus mönn-
um. Sull þessa bandorms er að finna í smá bjöllutegund.
Stundum finnst mesti urmull af þessum bandormum
í görnum lambanna, og valda þá eðlilega töluverðum
vanþrifum..
Hundaæði.
Svo sem kunnugt er er hundaæði, Rabies, einna
hætlulegastur þeirra sjúkdóma, sem borizt geta frá
húsdýrum til manna. Smit á sér einkum stað er óðir
hundar ná að bíta fólk. Hér á landi mun hundaæði
með öllu óþekkt nú, þó talið sé, að hundaæði hafi bor-
izt hingað til lands í síðari hluta 18. aldar. Með þeim
öru samgöngum, scm nú eru bæði í lofti og á sjó vofir /
þó alltaf sú hætta yfir, að sjúkdómur þessi kunni að
berast hingað, meðan eftirlit með innflutningi er eins
erfitt og nú, og nauðsynlega einangrunarstöð vantar
fyrir innflutt dýr. Á stríðsárunum síðustu breiddist
sjúkdómur þessi töluvert út, og barst m. a. til Bret-
lands, en þar hafði sjúkdómsins ekki orðið vart um
Iangt skeið. Hundaæði er enn algengt víða um heim,
bæði í Evrópu og Ameríku. Sjúkdómur þessi er lang-
algengastur meðal liunda, úlfa og refa, en kettir, kýr
og ýmis önnur búsdýr geta einnig tekið sjúkdóm
þennan. Orsök sjúkdómsins er virus, og eru bit óðra
dýra sérstaklega liættuleg, svo talið er að um 40%
af þeim sem Litnir eru, fái sjúkdóminn.
Sjúkdómseinkenni hundæðisins byrja vanalega
með því, að hundurinn reynir að fela sig, verður
óhlýðinn húsbónda sínum og byrjar að éta alls konar
hluti, t. d. steina, spýtur, pappír o. s. frv. Smátt og
smátt fer að bera meir á taugaæsing og hundurinn