Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 115
BÚNAÐARRIT
113
un berklasjúkra nautgripa eiga einnig á hættu að fá
húðberkla og eru þess mörg dæmi. Hér á landi hafa
nautgripaberklar ekki fundizt svo vitað sé. Naut-
gripir taka stundum fuglaberkla, en sjaldan komast
þeir á hátt stig. Fuglaberklar í nautgripum hafa þó
fundizt hér á landi og það á a!l háu stigi í einu tilfelli.
Mönnum er yfirleitt ekki talin stafa mikil hætta af
fuglaberklum, þó l'áein dæmi séu til þess erlendis, að
fuglaberklar í fólki hafi komizt á hátt slig og jafnvel
valdið dauða.
Það er álit þeirra, sem athugað hafa þau gögn, sem
til eru varðandi útbreiðslu berkla í kúm hér á landi,
að sennilega séu flest þeirra fáu tilfella, sem fundizt
hafa, þannig til komin, að fólk með berkla hefur smit-
að kýrnar. Mannaberklar eru hins vegar ekki hættu-
legir nautgripum, og því hafa berklar í þessum grip-
uin ekki komizt á hátt stig, heldur fundizt af tilviljun
við kjötskoðun, eða, ef kýr þessar hafa sýnt jákvæða
útkomu við berklapróf, og því verið felldar.
Júgurberklar hafa aldrei fundizt hér á íslandi svo
vitað sé.
Eiginlegir nautgripaberklar (tyj). bovinus) eru
sennilega ekki lil hér á landi. Við berklaræktanir þær,
sem gerðar hafa verið frá berklasjúklingum á Rann-
sóknarstofu Háskólans hafa ekki fundizt nautgripa-
berklar. Berklasýki í nautgripum virðist, þá sjaldan
hún hefur fundizt, hafa verið á mjög lágu stigi, aðal-
lega berklahnútar í garnaeitlum. Eiginlegir nautgripa-
berklar valda aftur á móti tæringu og oft útbreiddum
berklaskemmdum í ýmsum líffærum og eru mjög
smitandi, svo að oft smitast flestar kýr í fjósinu.
Það mun þvi, eftir því sem vilað er, mega álíta, að
líkur fyrir berklasmiti l'rá nautgripum hér á landi
séu hverfandi litlar. Þess má og geta hér, að nokkrum
sinnum hafa berklar fundizt bæði í sauðfé og í svín-
um hér á landi. Allt bendir lil þess, að hér sé um fugla-
8