Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 116
114
BÚNAÐARRIT
berlda (typ. avium) að ræða, og því lítil liætta á
smitun frá þessum dýrum fyrir menn.
Miltisbrandur. (Antrax).
Miltisbrandur er mjög næmur sjúkdómur, sem tekið
getur nær allar búfjártegundir. Sjúlcdómur þessi er
injög skæður, en skæðastur er liann þó grasbítum,
einkum nautgripum og sauðfé, þar sem hann má telj-
ast bráðdrepandi.
Menn taka sjúkdóm þennan ekki ósjaldan, en vana-
lega er hann ekki banvænn sé læknis vitjað í tírna.
Langoftast smitast menn frá sjúkum dýrum, annað
hvort við hjúkrun þeirra eða þegar verið er að gera til
eða grafa hræ dýra, scm farizt hafa af völdum miltis-
brands. Mönnum, sem hafa sár, rispur eða skurði á
höndum, handleggjum eða í andliti er langt hættast við
smitun. Óbeint getur smit orðið á þann hátt, að menn
smitast af gömlum hárum, húðum af sjúkum dýrum
eða t. d. rakkústum, sem búnir hafa verið til úr
hári dýra, er farizt hafa úr miltisbruna.
Talið er, að miltisbruni hafi borizt hingað til lands
laust eftir 1860, mun hans einna t'yrst hafa orðið vart
á Skarðsströnd, en þar drápust árið 1865 á annað
hundrað fjár úr miltisbruna á sama bænuin. Á næstu
árum varð hans vart víðs vegar um landið og gerði oft
mikið tjón. Þegar kom fram yfir síðustu aldamót fór
að draga verulega úr miltisbruna og nú hina síðari
áratugi verður hans aðeins vart á margra ára fresti.
Upptök miltisbruna hér á landi standa vafalaust í
sambandi við innflutning ósútaðra húða til Iandsins,
þegar bann var lagt við innflutningi ósútaðra, hertra
húða 1902, fór strax að draga verulega úr þessari
sýki.
SýkiII sá, sem veldur miltisbruna myndar spora,
sem lifað geta í jarðvegi um áratugi. Má þvi enn bú-