Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 117
B U N A Ð A R R I T
115
ast við, að miltisbrands verði lílillega vart á næstu
árum, einkum á þeim stöðum, þar scm vitað er, að
hann hefur orðið skepnum að tjóni áður fyr.
Oftast er miltisbrandur í skepnum mjög bráður
sjúkdómur, deyr sjúklingurinn vanalega eftir 1—24
klukkustundir. Alltaf fylgir sjúkdómnum áköf liita-
sótt, en einkenni geta að öðru leyti verið all breyti-
leg eftir því, hvar sýklarnir setjast aðallega að.
Hjá mönnum á smitun sér oftast stað gegnum sár
og rispur á höndum, handleggjum og andliti, sjald-
gæfara er, að menn smitist gegnum öndunarfærin og
cnn fátíðara, að smit eigi sér stað frá meltingarveg-
inum.
Samkvæmt heilbrigðisskýrslum liafa hér á landi
orðið nokkur dauðsföll af völdum miltisbrands, en
fleiri liafa þó lifað veikina af.
Miltisbrandur í húð lýsir sér vanalega þannig, að
cinum til þremur dögum eftir, að smitun hefur átt
sér stað kemur í Ijós rauð smábóla með rauðlcitum
þrota umhverfis. Bólan stækkar ört, miðja hennar
verður dökkrauð, síðan svört, en umhverfis allveru-
legt þrotaþykkni. Mikill sársauki fylgir ekki bólg-
unni, nema ef við liana er komið. Mikil vanlíðan, hiti
og deyfð fylgja oft smitun þessari. Þýðingarmikið er
að leita læknis strax og minnsti grunur er um, að
miltisbrandur kunni að vera á ferðinni, því sé réttum
nðgerðum ekki beitt tafarlaust má búast við, að blóð-
eitrun nái að mvndast og getur þá verið erfitt jafnvel
ógerlegt að ráða við sjúkdóminn.
Þar sem liér er um lífshættulegan sjúkdóm að
i'æða verður aldrei gætt of mikillar varúðar við hirð-
ingu sjúkra dýra og greftrun á dauðum skepnum.
Hræ af dýrum, sem grunur leikur á að drepizt hafi
úr miltisbrandi, skyldi grala með húð og hári, án þcss
nð opna þau eða flá. Ef taka skal prufu til staðfest-