Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 122
120
BÚNAÐARRIT
sem orsök aö sjúkdómi i mönnum. Leggst sjúkdómur-
inn á mönnum aðallega á taugakerfið og er oft ban-
vænn. í mönnum er sjúkdómur þessi þó ekki al-
gengur.
Lítið er enn vitað um það, hvernig þessi sjúkdómur
berst, og ráð gegn honum eru enn ófullkomin, meðan
svo er, er fyllsta ástæða til þess að fara varlega með
gripi, sem farast af völdum þessa sjúkdóms, og örugg-
ast að grafa þá eða brenna, ef við verður komið.
Útbrotaveiki í sauðfé. (Proliferalive dermatitis).
Útbrotáveiki hcfur orðið vart hér á landi í sauðfc.
Ekki mun það þó algengur sjúkdómur, því enn sem
komið er hefur hann með vissu aðeins fundizt á ein-
um bæ. Hér er um að ræða næman sjúkdóm, og er
orsök hans sennilega virus.
Sjúkdómur ]>essi lýsir sér á þann hátt, að smá
blöðrur eða bólur myndast ncðanlil á fótum fjárins
milli lafklaufa og klaufa. Smám saman stækka blöðr-
urnar og á þær myndast fastar dökkar skorpur. Séu
skorpurnar rifnar af sést sérkennilegt upphleypt
ójafnt sár, sein blóð seitlar úr. Sé ekkert að gert kem-
ur fljótlega ígerð i sárin, og myndast þá mjög daunill
gráleit vilsa í sárunum. Klaufirnar sjálfar eru þó
alltaf heilbrigðar. Féð verður hallt af kaunum þess-
um, leggur mikið af meðan sýkingin er á háu stigi
og stöku sinnum verður varl blóðeitrunar frá ígerð-
unum, sem myndast í sárunum, og gelur það dregið
kindina til dauða.
Sjaldgæft er þó, að fullorðið fé farist úr þessari
veiki, en aftur á móti er unglömbum, sem taka veik-
ina, miklu hættara.
Fólk það, sem hjúkrar í'énu getur átt á hættu að
sinilast. Lýsir smit sér á þann liátt, að fyrst myndast
smá þroti, er síðan verður að blöðru, oft rifnar ol'an