Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 125
BÚNAÐARRIT
123
Trikinur (Trichinella spiralis).
Trikinur eru smáormar (1.5—2 mm), sem lifa í svín-
um, en geta valdið sjúkdómi í mönnum, einkum þar
sem svínakjötsát er almennt, og svínakjöt er borðað
hrátt eða illa soðið. í sýktu svínakjöti eru lirfur trí-
kínunnar að finna í smábandvefshjúp, eru þær ósýni-
legar berum augum. Þegar slikt kjöt er borðað hrátt
eða illa steikt eða soðið, losna lirfurnar við melting-
una úr hjúp sínum, og setjast að í mjógörn mannsins,
þar ná þær kynþroska á fáum dögum. Kvendýrin fæða
lifandi unga, sem bora sig gegnum görnina og berast
með blóðrásinni til vöðvanna í líkamanum og mynd-
ast þar lijúpur um þær. Sama á sér stað, ef svín étur
sýkt svínakjöt. Ormarnir valda bæði i görnum og eins
í vöðvunum miklum óþægindum og sé um mjög magn-
aða sýkingu að ræða, getur sjúkdómurinn verið lífs-
hættulegur. Reykl og saltað svínakjöt er engan veginn
öruggt, þar sem trildnulirfurnar eru furðu lifseigar.
Hvernig smitið lielzt við í svínastofninum er enn
eigi að fullu kunnugt. Þar sem algengt er að fóðra svín
á matvælaúrgangi ná þau alltaf í eitthvað af liráu
svínakjöti og heldur það smitunarhringnum við. Þar
sem svo er ekki, er álitið, að rottur séu þýðingar-
mikill milliliður, þannig að svín éti rottur, sem í eru
tríkínur. Þetta er þó ekki vitað með vissu, en víða
um lönd cru tríkínur útbreiddar í rottustofninum.
Hér á landi hefur verið gerð töluverð leit að tríldn-
um, bæði í svínum og rottum, en engan árangur hefur
sú leil borið. Þess má geta hér, að fyrir nokkrum ár-
um kom upp í Grænlandi alvarlegur tríldnufaraldur
og dó þar margt fólk. Við nánari athugun kom í ljós,
að uppphaf faraldursins var hægt að rekja til sela,
sem borðaðir höl'ðu verið ósoðnir.