Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 126
124
B Ú N A Ð A R R I T
Hænsni.
Berklar í hænsnum hafa fundizt hér á landi á nokkr-
um stöðum. Auk þss er ýmislegt, sem bendir til þess,
að villir fuglar, t. d. æðarfugl, geti stundum verið
smitaðir af berklum.
Það er áberandi, að oft hafa berklar þeir, sem fund-
izt hafa hér á landi í hænsnum verið á háu stigi, og
dauðsföll, sem eftir lýsingu að dæma, stöfuðu af berkl-
um, hafa átt sér stað öðru hvoru um langan tíma, áð-
ur en staðfesling á sjiikdómnum var fengin. Berkla-
smit hefur því stundum verið í hænsnunum um ára-
bil. Berklaveikar hænur verpa að sjálfsögðu öðru
hverju eggjum, sem í eru berklasýklar. Þetta kemur
þó sjaldan fyrir, sennilega er minna en eiti egg af
liundraði frá berklaveikum hænum með berklasýkla.
í linsoðnum eggjum eru berklasýklarnir lifandi og
vafasamt er, hvort þeir drepast í harðsoðnum eggj-
um, sennilega þarf allt að 10 mínútna suðu til þess
að drepa þá örugglega. Þar sem í eggjum er ein-
göngu um fuglaberkla að ræða, er áhættan við neyzlu
eggja, þó þau kunni að vera sýkt, hverfandi lítil. Af
öllum þeim tugþúsundum berklasjúklinga, sem rann-
sakaðir hafa verið, er smit með fuglaberklum hrein-
asta undantekning, dæmi eru að vísu til en þau eru
örfá. Sjálfsagt er þó að eyða þeim hænsnabúum, sem
i finnast berklaveik hænsni, því að enda þótt áhætta
í sambandi við eggjaneyzlu sé nær engin, eru berkla-
veik hænsni lil óþrifnaðar og arðlítil eða arðlaus með
öllu.
Ornithosis (Psittacosis).
Hér er um að ræða virussjúkdóm í fuglum, en jafn-
framt sjúkdóm, sem hættulegur er mönnum. Lengi
var álitið, að sjúkdómur þessi væri eingöngu bundinn
við páfagauka ýmiss konar (psittacus), en rannsókn-
ir síðari ára hafa leitl í Ijós, að ýmsar aðrar fuglateg-