Búnaðarrit - 01.01.1951, Blaðsíða 135
BÚNAÐARRIT
133
lega vel til þess fallin að veiða minka. Af þeim er
ekkert lil hér á Iandi, enda aldrei verið gert neitt til
að rækta hundakyn með sérstökum einkennum veiði-
hunda. En eðli íslenzku hundanna er breytilegt, og
innan um eru nokkrir, sem með æfingu má gera að
sæmilegum minkahundum. Bezt er að byrja með að
æfa hund til minkaveiða, með því að veiða mýs og
rottur í gildrur, fara síðan með þær í kassanum
ásamt hundinum, og sleppa síðan einni og einni og
láta seppa ná þeim og drepa. Sé um það að ræða að
stórar rottur séu í kassanum, getur verið nauðsyn-
legt að klippa úr þeim tennurnar, áður en þeim er
sleppt og hundinum att á þær, því ella geta þær bilið
illa, og kvekkist hundur af biti, þegar verið er að
byrja að temja hann og venja við, getur farið svo, að
hann fáist aldrei meira til að líta við rottum og verði
aldrei minkaveiðir. Sá er temur hund til minkaveiða,
á aldrei að hafa áhorfendur, en sé svo þarf liann vcl
að skilja, og láta þá skilja, að það á aðeins að vera
einn sem stjórnar seppa, en ekki margir sem egna
hann samtímis, því þá getur liann tapað sér og tamn-
ing mistekizt. Það getur tekið langan tíma að temja
hund við minkaveiðar, og það er ekki fyrr cn hann er
orðinn leikinn i að veiða rottur og mýs, að byrjað er
að sýna honum mink. Þá leggur hundatemjarinn leið
sína að á, lælc eða vatni, sem liann veit að minkar
halda sig við. Með sér hefur hann hundinn, skóflu
og lipran járnkall. Nú ríður á að veita hundinum vel
athygli. Vera má að hann sé þegar orðinn svo vanur,
að hann stoppi við minkaholur, og geri hann það, og
sé ástæða til að ætla að minkur sé þar inni, ríður á
að fá minkinn út. Það verður því að moka holuna upp.
Hvort sem það er mikið eða lítið verk, þá verður það
að gerast. Bezt er, ef liægt er að ná í minkinn lifandi
og klippa úr honum vígtennurnar, sleppa honum síð-
an og láta hundinn taka hann, eins og hann áður