Búnaðarrit - 01.01.1951, Blaðsíða 136
134
BÚNAÐARRIT
hefur tekið mýsnar og rotturnar. Fari svo að seppi
missi minkinn í fyrstu lolu, þá þarf að reyna að verja
minkinum aðgang að annari holu og egna seppa vel,
en bezt er að láta liundinn einan um að vinna mink-
inn, eftir að vígtennurnar eru teknar úr honum. Verði
nauðsynlegt að hjálpa hundinum, af því að hann
brestur kjark til að taka minkinn, þá er að reyna að
stíga ofan á hann, og halda honum þannig föstum,
meðan hundurinn nær að bíta í hann, en sleppa síðan
minkinum, og láta þá hundinn og minkinn eigast við
úr því. Komi það fyrir að minkurinn bíti sig fast i
mann eða hund, þá á ekki að kippa honum lausum,
heldur stíga ofan á hann, taka utan um nasirnar á
honuin, svo hann neyðist til að anda gegnum munn-
inn, og sleppir liann þá af sjálfu sér, og losar um
bitið.
Bezt cr að venja hunda frá miðjum maímánuði og
til ágúst. Þá eru minkahvolparnir enn í liolunum
hjá mæðrum sínum, og lyktin úr holunum sterk, svo
ekki þarf að vera hætta á að farið sé í holur þar sem
minkar eru ekki. Að vísu býr minkalæðan til 3—5
holur áður en hún gýtur, og flytur sig úr þeirri sem
hún gýtur í, ef hún verður blaut, eða þegar í hana
fer að safnast saur, beinarusl o. fl. Fer lnin þá ætíð
í holu rétt hjá, og fari svo að enginn minkur sé í
fyrstu holunni, sem upp er grafin, og þó sýnilegt á
lykt o. f 1., að læðan hafi lagt þar, þá er vist að hún er í
annarri liolu rétt hjá. Þegar maður hefur l'undið holu,
sem minkur hefur lagt i, er um að gera að grafa
hana strax upp og ná í hvolpana, sem geta verið allt
upp í 12 að tölu. Það á ekki að eyða tima í það í byrj-
un, að fara að eltast við minkalæðuna, heldur láta
hana eiga sig, grafa upp holuna og ná strax í hvolp-
ana. Þegar hvolpunum er náð, er vandalaust að ná í
læðuna á eftir. Sé hún ekki inni þegar komið er að
holunni, eða sleppi hún út, vegna þess að um fleiri
j