Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 137
BÚNAÐARRIT
135
útgönguop hafi verið að ræða, og samgangur milli
þeirra, er um að gera að hafa hröð handtök og grafa
inn og ná í hvolpana. Þegar þeim er náð, eru þeir
lagðir í hrúgu, lifandi eða dauðir, eftir atvikum og
aldri þeirra, og má þá eiga alveg víst að læðan kemur
eftir 10—15 mínútur að vitja þeirra. Er þá vanda-
laust að skjóta hana úr stuttu færi, sem þó fer eftir
þvi hvernig hagar til, og hvar skotmaðurinn getur
lielzt legið í leyni. Annars þarf hann ekki að fara í
hlé, en hins þarf hann vel að gæta, að hreyfa sig ekki
og láta sem minnst bera á sér, meðan liann bíður eftir
skotfærinu. Fulltamda hunda er gott að hai'a með sér
við minkabú, en þeir þurfa að vera búnir að læra að
hlýða, svo liægt sé að láta þá liggja kyrra, meðan heð-
ið er eftir að læðan komi í skotfæri.
Meðan á æfingu hunda stendur, er bezt að þeir hafi
einn liúsbónda, og aðrir komi þar ekki nærri, en þcg-
ar hundur er fullvaninn, má lána hann til annarra,
og þannig liafa gagn af honum í fleiri lireppum.
Ágætt er að hafa sérstaka skóflu með mjórra og
lengra blaði en venjuleg eru, eða blaði líkt og er á lok-
ræsaspaða til að grafa með liolur, er leggja á við
minkaboga eða kassagildrur, og til að moka upp hol-
ur, þegar ná þarf í yrðlinga (mynd 1 d.).
Viti maður af mink í holu, og vilji ná honum út,
án þess að grafa upp holuna, er ágætt að skvetta
nokkru benzíni inn í holuna, og kveilcja í því, kemur
þá minkurinn fljótlega út, og þá á veiðimaðurinn að
vera tilbúinn með byssu cða hund, til þess að ná
honum.