Búnaðarrit - 01.01.1951, Side 149
B Ú N A Ð A R R I T
147
Þótt fyrstu verðlaunahrútarnir í Reykjadal væru
nokkuð léttari en hrútar úr sama verðlaunaflokki í
öðrum hreppum sýslunnar austan Skjálfandafljóts,
þá var það ekki vegna þess, að þeir fyrrnefndu væru
lakari kindur, heldur af þvi, að þeir voru yngri og þvi
ekki búnir að ná fullum þroska (Tafla B). Allmargir
hrútanna í Reykjadal voru keyptir úr Kelduhverfi, en
þar er mikið af fénu frá Holti og Laxárdal o. fl. bæj-
um í Þistilfirði, en eins og síðar verður að vikið er þar
ágætt fé.
Aðaldælalireppur. Þar var sýningin illa sótt. Fáir
lirútarnir voru sérstaklega góðir. Víkingur Björns í
Hraunkoti bar af þeim öllum að vænleika og gerð, en
nokkurt óorð hefur fallið á þennan glæsilega hrút
(Tafla B), á þá leið að afkvæmi hans séu honum ekki
til álilsauka. Hvort sá orðrómur hefur við næg rök að
styðjast, get ég ekki dæmt um. Börkur í Fagranesi,
Laxi í Norðurhlíð og Svanur í Múla eru allir kosta
miklir hrútar.
Reykjahreppur. Sýningin var fásótt, en tveir full-
orðnir hrútar hlutu þar l'yrstu verðlaun, báðir fram-
úrskarandi kostakindur að útliti. Ivali Jóns á Laxa-
mýri, frá Katastöðum í Núpasveit, er rígvænn hrútur
og ágætum kostum búinn í hvívetna. Glói Árna á
Litlu-Reykjum, ættaður frá Grímsstöðum á Fjöllum,
er einnig ágætur hrútur, fríður, þykkvaxinn, lágfætt-
Ur og holdgóður, en hefur aðeins l’ínni ull cn æskilegt
væri í úrkomusveitum.
Tveir synir Ivata og einn sonur Glóa, veturgamlir,
hlutu 1. verðlaun, allir cfnilegir.
Húsavíkurhreppiir. Þar hlutu 3 hrútar fyrstu verð-
laun. Freyr Jóns Péturssonar, veturgamall, sonur
Spaks á Héðinshöfða, og Háleggur Sigfúsar Friðbjarn-
arsonar, eru báðir niðjar hrúts frá Holti í Þistilfirði
(Tafla B), enda mjög kostamiklir einstaklingar. Víðir
Jónasar Hagan var einnig vel álillegur hrútur.