Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 158
156
BÚNAÐARRIT
Engihliðarhreppur. Þar voru hrútar vænslir i sýsl-
unni. Tutlugu og fjórir veturgamlir hrútar vógu að
meðaltali 81.6 kg. Átta hlutu fyrstu verðlaun. Sumir
þeirra voru ágætir, t. d. Kollur Guðm. á Kúskerpi, Hrani
Jóns á Sölvabakka, Holti, Guðm. í Neðri-Lækjardal,
Skalli Hilmars á Fremstagili og Spakur Jónatans á
Holtastöðum, sem var þeirra vænstur.
Svínavains-, Torfalækjar- og Blönduóshreppur. Féð
í þessum þremur hreppum er allt úr Strandasýslu
norðan Steingrímsfjarðar, Norður-ísaf jarðarsýslu,
norðan og austan Djúps, og frá Bolungavik og Skut-
ulsfirði.
Hrútarnir voru líkir í þessum lireppum. Þeir voru
allir veturgamlir og vógu að meðaltali uin 72 kg. Sýn-
ingarnar voru ágætlega sóttar í öllum hreppunum.
Hrútarnir voru margir mjög vel gerðir og hlaut rúml.
fjórði hluti þeirra 1. verðlaun. Næstum því eins
margir voru með öllu ónothæfir. Á töflu E sést hvað-
an ílestir 1. verðlaunahrútarnir eru ættaðir, nema
þeir fáu, sem markaðir voru, án þess athugað væri,
livaðan þeir voru keyptir. Því miður hefur víða við
fjárskiptin verið fylgst of illa með uppruna hrútanna,
svo minni -vísbendingar hafa fengizt um, hvaðan féð
reynist bezt, en ella hefði mátt fá. Flestir fyrstu verð-
launahrútarnir voru frá þremur hæjum í Nauteyrar-
hreppi, Laugabóli 8, Múla 6, og Laugalandi 4. Tvcir
frá Skjaldfönn fengu 1. verðlaun, og einn og einn frá
ýmsum bæjum í Kaldrananes-, Hrófbergs- og Naut-
eyrarhreppum (Tafla E). Erfitt var að kveða upp dóm
um, hverjir af þessum mörgu góðu veturgömlu hrútum
væru beztir. 1 Torfalælcjahreppi var Gulkollur Ólafs í
Holti glæsilegastur, cn næstir honum stóðu Múlahrút-
arnir á Akri og Spakur og Eyri á Reykjum.
í Svínavatnshreppi har Roði Erlendar á Stóra-Búr-
felli af hrútunum, en næstur honum stóð Gulur Guð-
mundar í Holti. Blakkur Júlíusar á Mosfclli frá Skjald-