Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 172
170
BÚNAÐARRIT
laun, 9 frá Eyhildarholti og 4 frá Ríp. Þeir siðar-
nefndu eru nú þvi miður allir dauðir, vegna fjárskipt-
anna, er þar fóru fram í vetur. Beztu hrútarnir í Ey-
hildarholti eru Gústi frá Laugabóli, Vembill frá Múla
og Sómi frá Kinnarstöðum. Má telja þessa hrúta hvorn
öðrum betri og Sóma þó jafnvel þeirra beztan. Stefnir,
ættaður frá Hamri í Nautheyrarhreppi, var vænstur
af I. verðlaunahrútunum veturgömlu í Rípurhreppi,
86 kg, en að gerð var liann sízt betri en sumir hinna.
Gísli Magnússon í Eyhildarholti átti fyrir fjárskipt-
in einn bezt ræktaða fjárstofn landsins. Fyrir milli-
göngu Búnaðarfélags íslands við sauðfjársjúkdóma-
nefnd fékk hann leyfi, til þess að kaupa einn bilfarm
af lömbum af vel ræktuðum stofnum á Vestfjörðum.
Keypti hann þessar kindur aðallega á Kinnarstöðum
í Reykhólasveit og Múla í Nauteyrarhreppi, en örfáar
frá Arngerðareyri og Laugabóli í sama hreppi. Með
þessu móti gafst honum kostur á að fá strax vísir að
góðu íe, sem auðveldara er að rækta en alveg ósam-
stætt fé sitt úr hverri áttinni.
Þetta ætli að geta orðið mikill hagur fyrir sauðfjár-
ræktina í héraðinu, því nú ]>egar og árlega framvegis
ætti Gísli að geta framleitt til sölu fáein hrútsefni jneð
nokkurri kynfestu og allöruggu kynbótagildi. En eftir
fjárskiptin er víst að örðugasti hjallinn að yfirstíga
í kynbótastarfinu verður að geta fengið keypta hrúta
með einhverri kynfestu og kynbótagildi, þar sem hver
einasti bóndi á stórum svæðum á samtýnings ær og
misjafna hrúta því nær alltaf alóskylda og gerólíka
öllum ánum. Álitleg lömb út af gerólíku og oft illa göll-
uðu foreldri geta haft nauðalítið eða ekkert kynbóta-
gildi, þó keypt verði til kynbóta.
Það hefði átt að halda sér, hjá fáeinum fjárræktar-
mönnum í hverri sýshi, samstæðum lömbum af bezlu
stofnunum, sem fenguzt við fjárskiptin, eða taka slíka
stofna í fjárræktarfélög, þar sem þau starfa, eða hefði