Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 233
B Ú N A í) A R R I T
231
allt suður að Reyðarfjarðarbotni og Breiðdal, hefur
meiri hlutu hrútanna ágöeta ull, þelmikla, hvíta, ill-
hærulausa og allfína. Aftur á móti hefur fjöldi hrút-
anna í Fáskrúðsfjarðarhreppi, Breiðdal og þar fyrir
sunnan í sýslunni grófa ull, illhæruskotna og of
gula.
Bændur í Múlasýslum í’á of litlar afurðir af sauðfé
sínu. Mun það meira orsakast af of lclegri fóðrun, en
af því að féð sé eðlisillt.
Jarðrækt hefur ekki aukizt nóg í Múlasýslum og
hafa flestir hændur þar enn það búskaparlag að fleyta
fénu yfir veturinn með sem minnstu fóðri, en kjósa
ekki að fá ær tvílembdar og fóðra þær til hámarks
afurðagjafar eins og margir bændur gera eða reyna
að gera á Norður- og Vesturlandi og i sumum sveitum
á Suðurlandi.
Þetta búskaparlag verður að breytast, lil þess að
afkoma hænda í Múlasýslum verði farsæl og örugg.
Ýmsir Austfirðingar bæði á Héraði og niðri á fjörð-
um kenna rýru vor- og sumarlandi um, hve afurð-
irnar eru litlar af kind á mörgum búum. Þetta er, sem
betur fer, helber sjálfsblekking í flestum, ef ekki öll-
um, tilfellum. Sanna það t. d. tvö smádæmi, sem rétt
er að geta um. í Eiðaþinghá er fé rýrt. Þar á einn fjár-
eigandi Davíð Árnason á Eiðum fáeinar kindur, fóðrar
þær prýðilega, fær þær flestar tvílembdar árlega og
þó þyngri dilka en flestir þeir bændur, sem lítið eða
ekkert eiga af tvílembingum. Fjáreigandi í Neskaup-
stað á nokkurn ærhóp. Hann clur þær vel að vetrinum
og á vorin, fær þær fleslar tvílembdar og fékk s. 1.
haust yfir 28 kg af kjöti eftir ána að meðallali. Þessar
ær hans ganga þó, eftir að þeim cr sleppt á vorin, i
sömu högum og fé annarra Norðfirðinga.
Það er breitt bil á milli þess, að fóðra ána þannig,
að hún lifi og komi upp einu lambi, oft við illan leik