Búnaðarrit - 01.01.1951, Blaðsíða 237
BÚNAÐARRIT
235
þurfi a. m. k. tvo syni á þessum aldri. En upplýsingai’
lágu fyrir um, að hrútur, sonur Fífils, Hákon að
nafni, væri til á Bustarfelli í Vopnafirði og væri hann
ágætur. Var Fífill því tekinn á sýninguna, þótt ekki
fylgdi honum nema 1 sonur fullorðinn.
Afkvæmi Fífils voru framúrskarandi væn og vel
gerð eins og tafla 1 A. sýnir. Öll báru þau með sér
kynfestu og ótvíræð einkenni holdafjár. Brjóstkassa-
rými i afkvæmum Fífils er framúrskarandi mikið, og
vaxtarlag allt ákjósanlegt. Sonur Fífils Andri nr. XL
er ágætur hrútur, sem hlaut I. verðlaun á hrútasýn-
ingunni, sem haldin var sama dag og afkvæmasýn-
ingin. Til skýringar við töflu 1 A skal tekið fram, að
lambhrútarnir voru einlembingsdilkar, 6 af gimbrar-
lömbunum tvílembingar, hin tvö einlembingar, vetur-
gömlu gimbrarnar voru gcldar og ein tvævetlan var
geld. Hinar höfðu gengið mcð einu lambi. Þungi og mál
veiurgömlu gimbranna, dætra Fífils, eru framúrskar-
andi og mun vandfundinn hér á landi vænni og belur
gerður systrahópur.
Fífill hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi sín.
Ii. Svanur nr. XXIX, eign Þorsteins Þórarinssonar í
Holti er hálfbróðir Fífils, nr. XXIV, sonur Goða frá
Páli á Grænavatni. Móðir Svans er Ósk nr. 253, er
einnig var sýnd með afkvæmum sinum og lilaut II.
verðl. fyrir þau (Tafla 2 E). Faðir Óskar var Prúður
nr. IX, Þorstcins Þórarinssonar frá Páli á Grænavatni
(BúnaðarriLið 58. árg., bls. 160), en móðir Óskar var
Langhyrna Þorsteins í Holti af hans heimakynstofni í
móðurætt, dóttir Króku, sem var dóttir Hnúts og Spiru,
ágætra kinda, en faðir Langhyrnu var Fífill frá Flögu.
Langhyrna er nú lcynsælasta ættmóðir Holtsfjárins. Út
af hcnni eru þessir hrútar, Svanur XXIX, Uggi XXVII,
Jökull XXXII, og Snær XXXIX, allir ágætir hrútar.
Til skýringar töflu 1 B skal tekið fram, að öll lömb-