Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 238
236
BÚNAÐARRIT
in eru einlembingar, veturgömlu gimbrarnar gengu
ekki með lömbum og ærnar voru allar einlembdar.
Eins og taflan ber með sér eru afkvæmi Svans framúr-
skarandi væn, sérstaklega þó fullorðnu ærnar. Brjóst-
mál þeirra er einnig með afbrigðum mikið og bak-
breiddin geypileg. Þessi systkini voru ekki aðeins
framúrskarandi væn, heldur að sama skapi vel gerð
á vöxt, holdmikil, þolsleg og báru með sér mikla kyn-
festu. Ég dreg i efa að nú séu annars staðar á landinu
til þetta margar ær undan nokkrum hrút, með meiri
þunga, rúmmeiri og bctur lagaðan brjóstkassa eða
breiðara og holdbetra bak en dætur Svans í Holti. En
þær eru auk þess fremur smáar að vallarsýn, sakir
þess, hve þær eru lágfættar, framfótleggurinn aðeins
12.97 cm. Afkvæmi Svans eru yfirleitt með vel hvíta,
allmikla og góða ull. Svanur hlant I. verölaun fijrir
afkvæmi.
C. Uggi nr. XXVII, eign Eggerts Ólafssonar í Lax-
árdal, er fæddur Þorsteini Þórarinssyni í Holli. Faðir
Ugga var Hnykill af heimaalda kynstofni Þorsteins.
Hnykill var sonur Grettis, er var sonur Hnattar Þor-
steins, sem var ágætur hrútur. En móðir Ugga var
Grýður nr. 545, alsystir Óskar móður Svans. Grýður
hlaut I. verðl. fyrir afkvæmi sín (Tafla 2 D). Til skýr-
ingar töflunni yfir afkvæmi Ugga hér að framan, skal
taka fram, að tvö lömbin voru tvilembingar, hrútur og
gimbur, annar veturgamli hrúturinn var þrílembing-
ur, ein veturgamla ærin var þríicmbingur, 3 tvílemb-
ingar og tvær ærnar tveggja vetra voru tvílcmbdaú
hinar einlembdar. Synirnir þrír hlutu I. verðlaun.
Eins og taflan ber með sér eru afkvæmi Ugga mjög
væn, sérstaklega þó lömbin og tvævetri hrúturinn Barði
XXXVII Gríms á Syðra-Álandi. Afkvæmi Ugga jafn-
ast ekki á við afkvæmi Fílils og Svans, einkuin eru