Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 243
BÚNAÐARRIT
241
giinbur, fjögra vetra, hrút og gimbur 40 og 35 kg,
fimm vetra, 49 kg hrút, 6 vetra hrút, er elcki var veg-
inn og gimbur, er vóg 35 kg, 7 vetra tvo hrúta er vógu
37 og 28 kg sá síðari villtist undan. Átta vetra átti hún
41 lcg gimbur og nú 9 vetra 42 kg hrút. Hún var talin
of treg til afurða, til þess að geta hlotið I. verðlaun.
Óslc nr. 253 hlaut II. verðlaim fijrir afkvæmi.
Þær kindur úr fjárræktarfélaginu Þistill í Sval-
barðshreppi, sem sýndar voru með afkvæmum sínum
á þessari sýningu, voru yfirleitt framúrskarandi vcl
gerðar og miklar kynbótakindur. Er ég viss um að
í engri annari sveit á landinu hefði nú á síðustu árum
verið hægt að sýna jafn vænt og vel ræktað fé, enda
liggur mikið ræktunarstarf á bak við þessi afrek. Þor-
steinn Þórarinsson í Holli er einn af allra slyngustu
fjárræktarmönnum hér á landi og liefur af alúð og
cinbeitni unnið að því starfi alla sína ævi, og náð ágæt-
um árangri. Aðstaða til fjárræktar í Þistilfirði er góð,
landið kjarnmikið lil sauðbeitar, en vetrarríki oft all-
mikið og þá fóðra hyggnir bændur ie silt venjulega
vel.
Ég sá fyrst féð í Holti og Laxárdal veturinn 1940 og
leizt mér prýðilega á það. Fé Þorsteins í Holti bar þó
af því. Hann átti þá einn fegursla ærhóp, sem ég hcf
séð hér á landi. Ærnar báru með sér mikla kynfestu,
virtust allar steyptar í sama mót. Þær voru lágfættar,
þyltkvaxnar með stuttan sveran haus, smá dröfnóttar
í andliti með dökkar nasir og augnahvarma og ullin
drifhvít, þelmikil og illhærulaus. Vaxtarlag þeirra og
holdal'ar var liið ákjósanlegasta, bakið breitt og hold-
góðar malir, læri prýðilega holdfyllt og náðu lær-
vöðvar vel niður á hækilinn. Herðarnar voru breiðar,
rifin hvelfd, bringan framúrskarandi breið og brjóst-
kassinn því sérstaldega sver og sívalur. Þessar ær voru
þá mjög vel vænar og þolslcgar. Þessi stofn hafði þá
vcrið skyldleikaræktaður um skeið og fannst Þorsteini
16
k