Búnaðarrit - 01.01.1951, Blaðsíða 248
246
BÚNAÐARRIT
Dæturnar eru mjög frjósamar og má telja að Sjöfn
hafi reynzt ágæt kynbótaær og gefið íriiklar afurðir.
Sjöfn 177 lúant I. verðlaun fijrir afkvæmi.
B. Bleikja nr. 120 er eign Bjarna Þorleifssonar í
Viðborðsseli, dóttir Bauks nr. III, þvi hálfsystir
Sjafnar hér að frainan, og Esju Bjarna. Til skýringar
töfJu 5 B skal tekið fram, að Flosi, sonur Bleikju,
lilaut I. verðlaun, enda ágæt kind. Ærnar, dætur
Bleikju, voru þrjár tvílembdar og ein lambsgota.
Gimbrarlambið var tvílembingur. Bleilíja hefur gefið
góðar afurðir og verið farsæl ær. Dætur hennar eru
dugnaðarlegar mjög, frjósamar, gera fremur góð lömb
en eru ekki allar álitlegar hrútamæður og tæpast jafn-
oltar móður sinnar.
Bleikja nr. 120 hlaut II. vcrðlaun fijrir aflcvæmi.
C. Grein 285, eign Helga Sæmundssonar, er dóttir
Gylfa frá Brekku í Lóni og Síðklæddar. Afkvæmi
Greinar eru fjárleg, fremur vel gerð, en tæplega nógu
holdmikil. Dæturnar hafa ágætar útlögur á brjóst-
kassa, og sonurinn Reynir í Viðborðsseli er ágætur
I. verðlauna lirútur, en hefur þó herðakamb í hærra
lagi.
Grein nr. 285 hlaut II. verðlaun fijrir afkvæmi.
D. Lind nr. 212, eign Einars Sigurjónssonar i Árbæ,
er dóttir Bauks nr. III og Kembu nr. 1159 í Árbæ og því
hálfsystir Sjafnar og Bleikju hér að framan, Sonur
Lindar, Haukur, er góður hrútur en hefur þó full litið
brjóstrými, eins og flest afkvæmi Lindar. Lind hefur
gert góða dilka, tævetla átti hún gimbur er vóg 35
kg, þrevetla gimbur 41 kg, 4 vetra 40 kg hrút, 5 vetra
41 kg gimbur, 6 vetra 40 kg hrút og 7 vetra átti
hún 2 gimbrar, er vógu 37 kg að meðaltali, en önnur
þeirra gekk ekki undir henni, en var vanin undir aðra
á. Dætur Lindar gefa einnig góðar afurðir.
Lind hlaut II. verðlaun fijrir afkvæmi.