Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 249
BÚNAÐARRIT
247
Tafla 6.
Afkvœmi Núps úr sanðfjárræklarfélagi Borgarliafnar-
hrepps.
1 2 3 4
Faðirinn: Núpur nr. XXIX, G v. . 87.0 110.0 23.0 125.0
Synir: Spakur 2 v 86.0 110.0 24.0 129.0
RotSi, 1 v, 70.0 100.0 23.0 129.0
lambhrútur 47.0 85.0 20.0 ,,
Ðætur: 6 ær 2ja og 3ja vetra .. 50.8 91.0 19.7 129.5
4 ær 1 v 50.5 91.8 20.5 130.2
8 gimbrarlömb 37.0 79.4 19.3 »
Núpnr nr. XXIX er eign Ben. Þórðarsonar á Kálfa-
felli, keyptur l'rá Þórarni Núpan, Höfn. Foreldrar
Núps eru Kútur nr. I, Bjarna Guðmundssonar á Höfn,
sjá töflu 3, og dóttir Akurs, Bjarna Guðmunds-
sonar, er hlaut I. vcrðlaun á sýningu í Nesjum 1937,
(Búnaðarritið 53. árg. 1939), en Akur var keyptur
lamb af Jóni Pálmasvni alþm. á Akri.
Spakur og Roði, synir Núps, hlutu I. verðlaun. Voru
þeir Láðir fjárlegir og miklum kostum búnir. Dæt-
urnar voru lakari, einkum höfðu þær of krappan
brjóstkassa. Þær hafa gert fremur væn lömb.
Núpur nr. XXIX hlaut III. verðlaun fijrir afkvæmi.
Afkvæmasýningarnar í Austur-Skaftafellssýslu
sýna að kynföstustu og kostamestu fjárættirnar þar
eru aðallega ættaðar frá fjárræktarbúinu á Stafafelli
og frá Bjarna Guðmundssyni kaupfélagsstjóra í Höfn,
en lengra fram ber mest á blóði frá Múla i Geithellna-
hreppi. Hrútur þaðan ættaður, Múli að nafni, er
sýndur var fyrst veturgamall 1937 og hlaut I. verð-
laun, reyndist ágætur til kynbóta eins og áður hefur
verið getið í Búnaðarritinu. Múli á Stafafelli, faðir
Kúts og Fróða, var sonur hans.
Fjárræktin i Austur-Skaftafellssýslu hefur tekið
miklum franiförum á undanlornum árum, eins og
sýnt er fram á í grein um hrútasýningarnar 1949 og