Búnaðarrit - 01.01.1951, Síða 256
254
BÚNAÐARRIT
Eins og gefur að skilja, cr ekki hægt í stuttu máli,
að segja frá öllu því, sem sagt var og sýnt varðandi
danska grasrækt, en ég hygg þó, að sumt af því, sem
ég heyrði, las og skoðaði, megi vera athyglisvert til
umhugsunar og ályktana, þegar um framþróun ís-
lenzkrar túnræktar er hugsað.
Á námskeiði þessu voru mættir 23 fagmenn í gras-
rækt frá 13 löndum, svo þarna var misjöfn hjörð, er
mátli sætta sig við enskuna, hvort henni þótti gott eða
illt. Sú undantekning var þó gerð, að fulltrúar frá
Frakklandi fengu fyrirlestra og það, sem fram var
flutt á töluðu máli, á frönsku, því þarna voru tveir
túlkar er þýddu af ensku á frönslcu og öfugt.
Eins og fyrr var frá sagt, var komið saman á Rolig-
hedsvej 23 kl. 3 8. ágúst og námskeiðið sett, en á eftir
flutti A. P. Jakobsson landbúnaðarráðunautur lang-
an fyrirlestur um danskan landbúnað, með sérstöku
tilliti til gildis túnræktarinnar fyrir þjóðarbúskapinn.
Benti hann á, að rúml. 30% al' fóðurl'ramleiðslu Dana
væri frá túnræktinni. Ráðunautsstarfsemi hefði auk-
izt mikið frá 1870, en þá voru aðeins 5 ráðunautar, en
1950 601 í öllum greinum landbúnaðarins.
Það sem hefði haft gagngerðustu áhrif til aukins
afraksturs túnanna, væri bætt ræktun, sem stafaði
af meiri notkun tilbúins áburðar, betri framræslu,
betri sáðtegundum, og yfirleitt meiri kunnáttu í mcð-
ferð og hirðing túnanna.
Miðvikudaginn 9. ágúst hélt dr. agro. K. Z. Frandsen
fyrirlestur um ræktun á grasi og smára, og tilraunir
með afbrigði af smárategundum. Lýsti hann þeim að-
ferðum og árangri er fengizt hafði af jurtakynhót-
um Dana. Virtist mér það hafa gefið glæsilegan
árangur, þegar miðað er við það sem áður var. Sáð-
skiptigraslendi hefði batnað mikið vegna bællra og
betri stofna af rauðsmára og grastegunda, en þær eru