Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 258
256
BÚNAÐARRIT
og svo hilt, að spara til muna köfnunarefnisáburð við
túnræktina. Lúsernur, eða „Alfa Alfa“-ræktun, hefur
farið mikið í vöxt á síðari árum.
Af heildarfræmagni því, sem árlega er notað, er
14.3% lúsernufræ. Lúsernurnar þurfa steinefnaríkan
jarðveg, og kalkríkur þarf hann að vera. Þessi ágæta
graslendisjurt vex vel í þurru loftslagi, þvi hún hefur
djúpar rætur, sem ná vel í jarðrakann þó þurrkar
gangi. Oftast er henni sáð einni sér og notuð til sumar-
fóðrunar og líka til heyöflunar. í Danmörku gefur
hún 4—5 sinnum uppskeru á ári og vex i 3—6 ár án
þess að endurnýja þurfi sáningu. Við lúsernurækt
þarf engan köfnunarefnisáburð, aðeins kalí og fos-
forsýru. Danir rækta nú allmikið af lúsernufræi, en
þeir verða þó að flytja töluvert inn frá Norður-Frakk-
landi og víðar að. Franskt fræ reynist betur en sunnar
úr álfunni.
Hér á landi hafa fáar tilraunir verið gerðar með
ræktun lúserna, en þær sem gerðar hafa verið, ekki
borið jákvæðan árangur.
Er því ekki líklegt, að þær geti vaxið hér svo fullt
gagn verði að.
Sama dag hélt Hcnry Friðriksen ráðunautur józkra
búnaðarfélaga erindi um hirðingu og meðferð gras-
lendis. Rakti hann ýmsar tilraunir varðandi áburð til
túnræktar. Um 22% af akurjörð Daninerkur er sáð-
skiptigraslendi, en 14.6% varandi tún, eða samtals
36.6%, þ. e. rúmlega % af öllu ræktuðu landi sem er
með túngróðri, og má af þessu sjá, hvern hlut tún-
ræktin á í ræklun landsins, og þar með fóðurfram-
leiðslunni.
Yfirleilt sannar dönsk reynsla sama og íslenzk, að
með þvi að hafa smárategundir með öðru grasi i tún-
ræktinni, eykst afrakstur túnanna jafnliliða að hann
verður betri að gæðum, og eftir því sem smáramagn