Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 259
B Ú N A Ð A R R I T
257
túnanna er ineira, þarf minni köfnunarefnisáburð og
reynist svo víða, að þessi áburður dregur úr uppskeru
ef smáramagn túnsins er 50—60% af heildargróðrin-
um. Auk þessa dregur köfnunarefnisáburður, borinn
á smáratún, úr sináramagninu þegar frá líður. Öðru
ináli gegnir ef lítill eða enginn smári er í túninu, þá
kemur þessi áburður vel að notum. Bæði við sáðskipti
og vaxandi túnrækt, þar sem hvítsmári eða rauðsmári
er allríkjandi, er köfnunarefnisáburður mjög lítið
notaður, en venjulegt magn af kalí og fosforsýru. Til
túnræktar reynist viða nægilegt að bera 200 kg kalí
og 200—300 kg 18% súperfosfat á ha. En þrátt fyrir
|iað þó áburður sé ekki meiri, getur 1—3 ára rauð-
smára graslendi gefið mikla uppskeru, bæði íil beitar
og slægna og allt að 6000—8000 f. e. af ha miðað við
3—4 slætii og í hverri fóðureiningu 170—200 gr. hrá-
prótin. Er þetta % meira en fengizt hefur í tilraunum
hér hcima, miðað við 4 slætti og mikinn köfnunar-
efnisáburð.
Föstudaginn li. ágúst voru flutt 2 erindi, það fyrra
um þurrheys- og votheysverkun, en það síðara uin
sumarfóðrun nautgripa og not beitilanda. Erindi
þessi flutti dr. Agro V. Steenberg, Næsgaard.
Heyverkun Dana virðist mér ekki sérstaklega til
fyrirmyndar. Allvíða er grasið þurrkað eins og hér
heima í flekk og smáum sætum, en svo er líka liitt,
að notaðar eru allvíða trönur úr timbri, þrífóta
trönur, sem grasinu er hlaðið á. Þarf mikið timbur
við slíka heyverkun, en ])ó er það nú svo, að þessi
aðfcrð tekur mjög fram heyverkun í flekk og sæti.
Við sæta- og flekkþurrkun verður þurel'nisrýrnunin
of'L 20—30%, en við þurrkun á þrífótatrönu 7—12%,
allt eftir veðurfarinu. Hraðþurrkun á grasi og smára-
tegunduin er einungis notuð við framleiðslu á kjarn-
heysmjöli (Alfa-Alfa).
17