Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 260
258
BÚNAÐARRIT
Votheysverkun er nokkur, cn ekki á nándar nærri
öllum býluin. A. I. V. aÖferðin finnska hefur enn sem
komið er reynzt bezt, þar er minnst fóðurrýrnun við
heyverkunina og er bún allmikið notuð.
Virðist svo að smáragras sé ekki hægt að verka vel
án þess að nota sýru. Öðru máli gegnir með sniára-
lausan grasgróður. Þar getur heyverkunin lánazt vel
án sýru, og bezt ef grasið er þurrkað allt niður í
60% vatnsinnihaldi, en jafnhliða að verka það með
þungu fargi. Með heitri votheysverkun gælir mest
þurefnistaps og fóðurrýrnunar, eftir þeim rannsókn-
um er fyrir liggja. Not beitilanda er tvenns konar. 1.
skiptibeit, þ. e. landinu er skipt í 4—6 hólf og þau
bcitt til skiptis, er þá áríðandi að ráða við það að
lúnið verði aldrei mjög loðið.
Lágvaxni gróðurinn gefur bezla fóðrið, og er fjöld-
inn allur af rannsóknum er sannar það. Við skipti-
beit verður oft að nota sláttuvélina til að halda tún-
inu hæfilega loðnu, og kemur þá til greina að verka
í vothey það gras er þannig er afgangs frá beitland-
inu. Yfirleitt reynist bezt að skipta oft um beitiland,
en það er þvi aðeins mögulegt að því sé skipt í mörg
beitarhólf.
Sumarfððrun mjólkurkúa er í Danmörku aðallega
á vel ræktuðum túnum, og er talið að fullnægja megi
fóðurþörf hámjólkandi kúa fyrri hluta sumars, maí
og júní, með góðri beit, en úr því og til veturs, þurfi
að bæta beitifóðrið með kjarnfóðri og heimaræktuðu
fóðri, rófum, káli og lúserngrasi. Talið er, að 1 ha vel
ræktaðs túns geti, með dálitlu aukafóðri, fóðrað 3—4
mjólkurkýr i 5—6 mánuði, en til þess að þetta sé
hægt, þarf að vanda lil ræktunar og hirðingar beiti-
landsins og bera vel á.
2. Tjóðurbeit, j). e. að kýrnar eru tjóðraðar á beiti-
landinu.
Talið er að landið nýtisl hetur með þessari aðferð,
J