Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 261
BÚNAÐARRIT
259
en hún er miniia notuð en skiptibeitin. Innifóðrun
mjólkurkúa er einnig notuð, en miklu minna en áður
var, þvi útivera luinna yfir suinartímann hefur silt
að segja fyrir hreysti þeirra. Hins vegar þarf minna
land til þess að fóðra kýrnar á með því að rækta
fóðrið, og gefa þeim inni.
Laugardaginn 12. ágúst var síðasti fyrirlestur nám-
skeiðsins haldinn af H. H. Hohn Hansen, um sáðskipti
og áhrif graslendisbelgjurta á frjósemi jarðvegsins.
Var gefin lýsing á mismunandi sáðskiptum fyrir eins,
tveggja og þriggja ára graslendi. Aðalreglan i sáð-
skiptum þessum cr að koma smáratúnræktinni þann-
ig fyrir í ræktunarröð sáðskiptisins, að sú frjósemi
er smárinn veldur með vexli sinum, komi sem mest
og bezt að notum við aðrar nytjajurtir er í sáðskipta-
röðinni eru ræktaðar. T. d. að éftir smáratúnrækt
komi, sem eftirgróður, bygg eða hafrar, svo rúgur eða
hveiti, þar næst fóðurrófur með búfjáráburði, og svo
bygg, stundum með ísáningu af sníglasmára og síðast
í röðinni bygg með grasfræblöndu, en hún er mjög
víða, 15 kg rauðsmári, 2 kg hvítsmári, 2 kg vallarfox-
gras, 5 kg rýgresi, 2 kg hávingull og 2 kg axhnoða-
puntur eða samtals 27 kg fræ á ha. Venjan er að nota
ávallt skjólsæði, og er þá grasfræinu sáð annað livort
með korninu eða rétt á eftir kornsáningu, en það er
haft til þroskunar. Venjulegast er bygg notað, sem
skjólsáð, en siður hafrar, þó það sé gert í þessu dæmi.
í þessu sambandi er vert að minnast þess, að á
Sámsstöðum hefur þessi túnræktunaraðferð vcrið
noluð s. I. 8 ár og gel'izt ágællega, þ. e. tekið korn af
landinu sarna árið og sáð er til túnræktar.
Þess vegna hef ég haldið því fram, að við ættum að
nota nýræktarlöndin fyrir byggrækl samtímis og sáð
er lil túnræktar.
Danir telja að graslendisbelgjurtirnar liafi mikið
hagfræðilegt gildi l'yrir túnræktina og aðrar nytjajurt-