Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 262
260
B Ú N A Ð A H R I T
ir, sem ræktaðar eru í sáðskiptum við tún, enda leggja
þeir mikla vinnu í kynbætur á smárategundum og
nota nú innlent fræ af völdum stofnum til ræktunar-
innar.
Reynslan þar hefur marg sannað, að smárategund-
irnar auka frjósemi jarðvegsins og gera hann betri lil
annarar ræktunar. Þær spara mikið af dýrasta áburð-
arefninu, köfnunarefni.
Smára scm sáð er mcð byggi lil þroskunar, sparar
200—300 kg kalksaltpétur á ha byggárið og næsta ár
á eftir, sc áburðargildi smárans á við 400 kg kalksalt-
pétur til annars gróðurs. Það er því engin furða, þó
graslendisbelgjurtirnar séu taldar mikilvægasti gróð-
ur danskrar túnræktar.
FerÖir ú ijmsa staöi i nánd viö Kanpmannahöfn.
Eins og fyrr var frá sagt, voru heimsóttir nokkrir
staðir í nánd við Kaupmannahöfn frá 9.—12. ágúst.
Þeir staðir, sem heimsóttir voru, voru m. a. þessir:
Frærannsóknarstööin danska (Statsfrökontrollen),
er þetta stofnun, sem vinnur eingöngu að rannsókn-
um á útsæðisframleiðslu Dana, og einnig því fræi,
sem er innflutt. Mest allt fræ, sem notað er í danska
jarðrækt er prófað, áður en það er notað, en rann-
sóknir þessar eru aðallega fólgnar í því, að finna gró-
magn sáðvörunnar, fræþyngd, vatnsinnihald, og hvort
sáðvaran sé blönduð illgresi og hvort tiltekin tegund
eða stofn sé það, sem upp er gefið, þ. e. rélt afbrigði
o. fl. Til þess að athuga rétt nafn á tegund og afbrigði
ef um vafa er að ræða, eru þau ræktuð i venjulegum
jarðvegi úti, hin svonefnda eftirlitsræktun (kontroll-
dykning), og á jiennan hátt sannað, að ujjpgefið nafn
sé rétt.
Jafnhliða því að skoða frærannsóknarstofnunina og
vinnubrögð þar, var farið til tilraunastöðvarinnar
„AIbertslund“ og skoðuð ræktunin þar. (Var þar ver-