Búnaðarrit - 01.01.1951, Side 266
264
B Ú N A Ð A R R I T
og rannsóknarstörf józkra beititúna og starfar innan
þeirrar deildar, sem stofnuð var 1919, ti! þess að bæta
józka túnrækt (Græsmarkssektion). Er hér mikið og
merkilegt starf unnið á hverju ári, bæði með tilrauna-
starfsemi og eftirlili og reikningshaldi yfir afrakstur
beilitúna. 1921 var meðalafrakstur beititúna innan
eftirlitsins (Græsningskontrollen) 1075 f. e. af lia cn
1943 var hann orðinn 5659 f. e. af ha.
Þessi framför hefur orðið mest vegna þcss starfs,
sem sambandsfélögin józku liafa unnið á 24 árum. Er
eflaust margt, sem hér styður að, betri fræblöndun,
hentugri áburður, betri framræsla, og yfirleitt batn-
andi meðferð beititúnanna og réttari notkun, er aukið
hefur afrakstur um 172%.
Það er margsannað, að fóðurkostnaður mjólkurkúa
verður ódýrastur á góðu beitarlandi. Eftir meðaltals-
útreikningum frá eftirlitinu, hefur fóðurkostnaður á
sumrin, þegar beit er notuð, orðið 6.7 aurar á hvern
lítra mjólkur, en 10 aurar við vetrarfóðrun. Hér er
með lalið aukafóður það, sem gefið er kúnum með
beitinni, en það er mjög venjulegt, þegar fram á sum-
ar kemur að bæta við beitifóðrið, bæði heimaræktuðu
og aðkeyptu fóðri.
Ferðin um Jótland hófst með langri, og að sumu
leyti tilbreytingarlítilli, skoðun á beitilöndum. Lands-
lagið er tilbreytingarlítið, þrotlausir ásar og hæðir, en
þó er landið vinalegt og fagurt. Margt ber voll um
mikla ræktunarmenningu józkra bænda. Tún, korn,
kartöflur og rófnaakrar mynda sínar afmörkuðu spild-
ur á hverju býli. Skógargróður er víða, sem skýlir
lággróðrinum, byggingum og búpeningi. Á þessum
tíma var víða verið að slá fullþroskaða hafra, og
vetrarhveitið var úti í smástökkum. Vetrarrúgurinn
var að verða fullþroska og byrjuð uppskera. Var
þetla alll með seinna móti, því að þrotlausar rign-
ingar höfðu gengið yfir allan júlí og fyrstu daga