Búnaðarrit - 01.01.1951, Page 267
B Ú N A Ð A R R I T
265
ágústs. Hey var smns staðar í illa gerðum hrúgum
og bar ekki vott. uni mikla heyverkunarmenningu.
Sunnudaginn 13. ágúst var slillt og fagurt sólar-
veður. Þá voru heimsóttir þrír staðir sunnan Lima-
fjarðar. Fyrst var komið á stórbýlið Valstedgaard.
Þar voru góðar og rausnarlegar viðtökur, má þó segja,
að alls staðar væru viðtökurnar með ágætum. Á
þessu stórbýli, sem hefur mikið graslendi, hæði rækt-
að og óræktað, er verið að gera mikla landþurrkun á
2800 ha lands. Þarna er verið að nema land undan
sjávarföllum Limafjárðar. Byrjað var á þessu starfi
1941, og 1949 var hyggð dælustöð lil þess að ná vatn-
inu af lægstu svæðunum.
Talið er að land það, sem vinnst með þessum frain-
kvæmdum, sé nolhæft fyrir gras, korn og frærækt.
Þessar framkvæmdir eru styrktar að % af ríkinu, en
hlutaðeigandi landeigendur leggja fram %.
Þá var komið á Nordjyllands Landhrugskole, bún-
aðarskóla Norður-Jótlands, á stórbýlið Lundbeclc 3
km vestan við Vihe. Hann var stofnaður 1948 fyrir
forgöngu búnaðarfélaganna í Álaborgaramti.
Skólinn relcur ekki húskap, og er öll kennsla hók-
leg 5 og 9 mánaða námskeið. Við skólann starfa þrír
kennarar auk skólastjóra. Skólinn tekur 44 nemend-
ur. Skólalnisið cr hyggt upp úr gamalli byggingu, en
ekki sést það á núverandi útliti þess, svo vel og snyrti-
lega er frá öllu gengið.
Næsli staður, sem komið var á, var Storc Restrup,
húsmannsskóli og kvennaskóli yfir sumartímann.
Þetta var áður stórbýli með um 1400 ha nytjalandi.
Nú hefir þessari stórjörð verið skipt á 110 smábýli
og var skoðað eitl af stærri hýlunum, 15 ha. Þar var
alger einyrkjabúskapur, og jafnhliða sluðst við garð-
rækt, einkum ávaxtarækt (perur, epli og ber). Virt-
ist mér ræktun öil og snyrtimennska með ágætum.
Skólinn sjálfur rekur smábýlabúskap jafnhliða
L