Búnaðarrit - 01.01.1951, Side 268
266
BÚNAÐARRIT
kennslunni, en land það, sem fylgir skólahum, er að-
eins um 40 ha, en af því er aðeins 14 ha akurlendi,
4 ha garðland, 4 ha mýri og 12 ha skóglendi og skraut-
garður. Skólinn er að mestu í gömlu herragarðsbygg-
ingunni og tekur um 70 nemendur á vetrum, en 50—
60 stúlkur á sumrin.
Eftir að hafa þegið ágætar veitingar og skoðað það,
sein helzt var að sjá, var lialdið til Álaborgar. Næsta
dag, mánudaginn 14. ágúst, var farið norður fyrir
Limafjörð og heimsóttir þar ýmsir staðir.
Fyrsti staðurinn, sem komið var á, voru Miklumýr-
ar (St. Vildmose).
Ég átli heima á tilraunastöð danska ríkisins,
Fossevangen, sumarið 1919, og fannst mér þar hafa
orðið miklar breytingar á öllu.
Fyrir forgöngu ríkisins hafa þarna vcrið ræktaðir
3000—4000 ha landssvæði. Er nú það land, sem var
nytjalaust þá, í allgóðri rækt.
Fyrst var komið á aðalbýlið, Cenlralgaarden, og
voru þar víðáttumikil beitilönd. Túnið var þar þakið
hvítsmára og yfirleitt virtust mér þau öll vera of
loðin til beitar og var því helzt kennt um, að votviðra-
samt hefði verið að undanförnu. Á aðalbýlinu er upp-
eldisstöð fyrir nautgripi, sem teknir eru í fóðrun í 2
sumur og 1 vetur, og greiða þeir, sem eiga nautgripi,
250 kr. fyrir allan tímann fyrir hvern grip, en þeir
eru 8—12 mánaða gainlir, þegar þeini er komið í
fóður.
Ég þarf ekki að lýsa ræktun þessarar mýrar, því að
það hefur verið gert áður á íslenzku (Á. G. E.), en
samt skal ég minnast á nokkur atriði. Mýrin er öll
kölkuð áður en ræktun hefst með 30 smál. á ha af
kalkleir. Árlegur áburður er 200 kg 40% kalí og 300
kg 18% súperfosfat á ha, en enginn köfnunarefnis-
áburður fyrir grasrækt, þar er smárinn og jarðvegur-
inn látinn sjá fyrir því efni.