Búnaðarrit - 01.01.1951, Síða 269
BÚNAÐARRIT
267
Fræblandan sem aðallega hefur verið notuð, er 5
kg hvítur smári, 5 kg vallarfoxgras, 6 kg rýgresi, 4
kg hávingull og 4 kg ameriskt vallarsveifgras, alls 24
kg á ha, sáð án skjólsáðs. Þó eklci sé sáð meira af smár-
anum, virðist hann verða allríkjandi í gróðurlaginu.
Aðrar jurtir en gras, sem vaxa vel á þessu uppþurrlc-
aða hámvrarlandi, eru einkum korn, kartöflur og
káltegundir. Gulrætur vaxa þar og allvel. Útsæðis-
ræktun af kartöflum fer vaxandi því að þær reynast
betri til útsæðis úr mýrarjörð, en steinefnaríkari jarð-
vegi.
Auk aðalbýlisins eru 10 önnur býli, sem reist hafa
verið, og eru leigð út. Hafa þau kostað 20—30 þúsund
kr. hvert. Verða ábúendur að greiða afgjald, 2—7%
af stofnverði, en þetta fer eftir vcrði afurðanna,
livor talan eða þar á milli, er greidd í leigu.
Á aðalbýlinu fannst mér, að skurðir og liirðing
beitilandsins væru ekki í góðu Iagi. Skurðir hálffullir
og grónir með fífu.
Votheysverkun var þar gerð í grunnum gryfjum
með A. I. V. aðferð, en i ráði var að byggja turna til
votheýsverkunar.
Aðalbýlið tekur til fóðurs frá bændum um 2000
kvígur á hverju ári, cn einungis hrausta gripi (ekki
smitaða af berklum).
Á síðari árum hafa verið keyptir kvígukálfar af
góðu kyni til uppeldis, og kvígurnar seldar lil þeirra
húsmanna, er byrja nýbýlabúskap, og verðinu stillt
i hóf.
Frá Miklumýrum var haldið til Brönderslev og skoð-
uð þar merkileg stofnun, sem byggð er á samvinnu-
grundvelli. Var þar að sjá vélastöð, er hafði til leigu
fyrir bændur allar stærri vélar, sem nota þarf við
landbúnað, eins og traktora, plóga, herfi, sjálfhindi-
sláttuvélar, upptökuvélar fyrir kartöflur með færi-
bandi, sem setti kartöflurnar upp í vagn jafnhliða og