Búnaðarrit - 01.01.1951, Side 272
270
B Ú N A Ð A R R I T
Áhöfn búsins er 0 hestar, 55 mjólkurkýr (rauða
kynið danska og stulthyrnda enska kynið), 50 kvíg-
ur og kálfar og 225 svín. Meðalnyt 1948—49:
Dansk rauða kynið 4363 kg mjólk, fita 4,26%.
Stutthyrnda kynið 4264 kg mjólk, fita 3,75%. Fóður-
eyðslan alls var 3659 f. e. á kú.
Þar af kjarnfóður 775 og 637 l'. e. Næsti staður,
sem komið var á, var tilraunastöð ríkisins við
„Jyndervad“. Er tilraunastöð þessi stofnuð 1939.
landrými 66 ha og er á lcttum sandjarðvegi, sem ekki
er talinn súr, en góð ræktarjörð, ef rétt er að farið
með val nyljajurta, en þar eru belgjurtirnar látnar
sitja í fyrirrúmi, enda voru þarna fögur tún og annar
nytjagróður. Voru þarna allviðtækar vökvunartil-
raunir, og hefur reynslan sýnt, að ef of lítið rignir,
fæst löluvcrður vaxtarauki fyrir það vatn, sem til-
fært er gróðrinum, þegar úrkomu skortir. T. d. var
vaxtarauki 1947 17.5 tunnur bygg, 59 tn. kartöflur
og 260 hektokg gras af ha fyrir 104, 144 og 181 milli-
metra vökvun á tímabilinu maí—júlí.
Margs konar áburður og ræktunartilraunir eru hér.
Frærækt af rauðsmára, lúpínum, baunum o. fI.,
sem allt var í góðum þroska. Grasfræblanda sii, sem
notuð var í varandi tún stöðvarinnar var þannig sam-
sett pr. ha: 5 kg rauðsmári 7 kg hvítsmári, 2 kg
vallarfoxgras, 5 kg rýgresi og 2 kg vallarsveifgras cða
samtals 21 kg.
Sáð er snemma, en það er venjan við danska tún-
rækt að sá grasfræinu snemma vors, í april eða maí,
jafnhliða byggsáningu.
Frá Lyndervad var haldið til Tönder í Vestur-Slés-
vig. Þar er að sjá margar gamlar og sérkennilegar
byggingar, en lítill tími vanst til að skoða bæinn
(íbúar 680).
Eftir stutta dvöl í Tönder var haldið til fitjagras-
Iendis (Marsken) á vesturströnd Suður-Jótlands og