Búnaðarrit - 01.01.1951, Síða 273
BUNAÐARRIT
271
skoðuð þar tilraunastöð danska ríkisins í jarðrækt.
Leiðbeinandi var Tind Christensen forstjóri, áður
tilraunastjóri við Herning á Jótlandi. Sýndi hann
okkur tilraunastöðina við Höjer og eru byggingar
allar þar gamlar eða frá 1799. Land það, sem stöðin
hefur, er 36 ha og ræktað með korni 35%, ein-
aérum belgjurtum 10%, 13%, sáðskiptitún, 33%
eldra graslendi, 4% iðnaðarjurtir (hör) og 5% garð-
jurtir. Landið er þurrkað með opnum skurðum og
dælingarstöð, er gengur fyrir rafurmagni, og eru 3
slíkar stöðvar á 11000 ha svæði, en allt er þetta fitja-
land, sem óræktað er með mjög lágvöxnum gróðri,
og líkist gömlum snögglendum túnum hér heima.
Höjer tilraunastöð var stofnuð 1929. Jarðvegur stöðv-
arinnar er þéttur leir, sem er mjög erfiður í fram-
ræslu, stoða þar litt nema opnir skurðir. Ef kalk er
borið á þennan jarðveg, er engin kalí- eða fosfór-
sýruskortur við ræktunina, en köfnunarefnis er alls
staðar niikil þörf öðrum en belgjurtum, smára og
ertum. Reynslan við ræktun fitjalandsins hefur sann-
að, að vel getur það gel'ið góða uppskeru al' korni,
fóðurrófum, sykurrófum og smáragrasi, cn auk þess
er þetta land ágætt til beitar, gefur næringarríkt gras.
Tilraunir sanna þó að vel borgar sig að skipta um
gróður í fitjalandinu. Gamalgróið land hefur gefið af
sér 2118 f. e., en umplægt og nýsáð mcð smára og grasi
gefið helmingi meira eða 42(59 l'. e. Fræblánda sú, sem
v mest er notuð á fitjalandið eru 9 kg rauður og hvítur
smári og 12 kg grastegundir á ha (Timothe, háving-
ull og rýgresi). Tind Christensen taldi, að fitjaland
gæti gefið af sér eins mikla uppskeru og betri jarð-
vegstegundir Danmerkur, ef fylgt væri réttum að-
ferðuin við ræktun fitjalandsins.
Hentugt væri fyrir mjólkurkýr að hafa tvenns kon-
ar land til sumarbeitar, 1 óræktað smáralítið eða
smáralaust beitiland og svo vel ræktað smárabeiti-